Umfjöllun: Sannfærandi Valsstúlkur í góðri stöðu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 20. apríl 2010 21:01 Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals. Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira