Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenskur fót­bolti, úr­slita­keppni NBA, For­múla 1 og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingur og Valur eiga leiki í dag.
Víkingur og Valur eiga leiki í dag. vísir / diego

Það er laugardagur svo að sjálfsögðu er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Klukkan 12.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA mætir Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 16.50 er leikur Vals og ÍBV í Bestu deild karla á dagskrá. Klukkan 19.00 tekur Vestri svo á móti Stjörnunno.

Klukkan 21.20 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið stuttlega yfir það sem gerðist í Bestu deild karla í dag.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 00.30 er annar leikur Minnesota Timberwolves og Oklahoma City Thunder í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta á dagskrá. OKC leiðir 2-0 eftir örugga sigra í fyrstu tveimur leikjunum.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 11.30 hefst Soudal Open-mótið í golfi.

Klukkan 19.00 er Riviera Maya Open-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 16.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA mætir Aftureldingu í Bestu deild karla. Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Víkings og ÍA.

Vodafone Sport

Klukkan 10.25 hefst þriðja æfingin fyrir Mónakó kappaksturinn í Formúlu 1. Klukkan 13.55 er tímatakan á dagskrá.

Klukkan 18.00 er leikur Twins og Royals í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Klukkan 20.55 er Nascar Xfinity á dagskrá.

Klukkan 00.05 er leikur Panthers og Hurricanes í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×