Meistararnir halda sínu striki 12. apríl 2006 05:52 Tony Parker skoraði 27 stig þrátt fyrir flensu, en leikur San Antonio og Seattle var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Sent var út með sérstökum loftmyndavélum og engir þulir lýstu leiknum, heldur voru hljóðnemar í kring um völlinn látnir skila stemmingunni heim í stofu. Þetta var fyrsta útsendingin af þessu tagi frá íþróttaviðburði og skapaði myndatakan afar sérstaka stemmingu. NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Seattle Supersonics 104-95 á heimavelli sínum í nótt og er í lykilstöðu með að ná efsta sætinu í Vesturdeildinni fyrir úrslitakeppnina. Á meðan Tim Duncan er enn að ná sér eftir flensu, var Tony Parker besti maður Spurs í nótt og skoraði 27 stig og átti 9 stoðsendingar þó hann segðist sjálfur vera búinn að smitast af þessari sömu flensu. Chicago laumaði sér upp að hlið Philadelphia í áttunda sætið í Austurdeildinni með gríðarlega mikilvægum sigri á heitu liði New Jersey Nets 104-101. Vince Carter skoraði 43 stig fyrir New Jersey, en Ben Gordon skoraði 36 stig fyrir Chicago og Andres Nocioni skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal náði annari þrennu sinni á ferlinum og þeirri fyrstu í yfir 10 ár þegar hann skoraði 15 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 106-97 sigri Miami á Toronto. Annars var Antoine Walker stigahæstur í liði Miami með 32 stig og Dwayne Wade spilaði ekki með vegna flensu. Mike James skoraði 32 stig fyrir Toronto. Memphis vann auðveldan heimasigur á varaliði Minnesota 92-76. Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Memphis, en Justin Reed skoraði 14 stig fyrir Minnesota. Phoenix vann ævintýralegan útisigur á Sacramento 123-110, eftir að hafa mest lent 17 stigum undir í leiknum. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 25 stig, en þeir Brad Miller, Mike Bibby og Ron Artest skoruðu allir 23 stig fyrir Sacramento. Loks vann LA Lakers heillum horfið lið Golden State 111-100 á heimavelli sínum þar sem Kobe Bryant skoraði 30 af 31 stigi sínum í fyrri hálfleik fyrir Lakers og Lamar Odom náði þrennu með 15 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Bryant spilaði ekkert í fjórða leikhluta þar sem úrslit leiksins voru ráðin. Jason Richardson skoraði 20 stig fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Sjá meira