Körfubolti

Hilmar Smári til Litáens

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson eftir oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Garðbæingar unnu leikinn, 82-77.
Hilmar Smári Henningsson eftir oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Garðbæingar unnu leikinn, 82-77. vísir/hulda margrét

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Hilmar Smári Henningsson, hefur samið við Jovana í Litáen. Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Greint var frá þessu eftir lokaleik Íslands á Evrópumótinu. Íslendingar lutu þá í lægra haldi fyrir Frökkum, 114-74. Hilmar skoraði níu stig í leiknum.

Hilmar var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor. Í úrslitarimmunni vann Stjarnan Tindastól, 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×