Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2025 16:26 Félagið Evergrande skilur eftir sig um 1.300 ókláraðar byggingar í rúmlega 280 borgum Kína. AP/Mahesh Kumar A. Kínverska fjárfestinga- og fasteignafélagið Evergrande Group, sem var um langt skeið enn af hornsteinum kínverska hagkerfisins, var fjarlægt af mörkuðum í Hong Kong í morgun. Þar var fyrirtækið fyrst skráð fyrir sextán árum og varð fljótt eins stærsta fasteignafélag heims. Félagið safnaði þó gífurlegum skuldum og fór í vanskil árið 2021. Evergrande varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Sá markaður er gífurlega stór og var árið 2023 um fjórðungur að landsframleiðslu ríkisins. Árið 2020 breyttu ráðamenn í Kína reglum um magn peninga sem stór fasteignafélög mættu fá lánaða. Það leiddi til þess að forsvarsmenn Evergrande fóru að selja eignir sínar á miklum afslætti, til að halda fyrirtækinu á floti. Það dugði þó ekki til en í leiðinni seldi félagið eignir til fjölda fólks sem situr nú eftir með sárt ennið. Kínverska ríkið hafði lengi keyrt hagvöxt á gífurlegri fasteignauppbyggingu, sem var að miklu leyti fjármögnuð með skuldsetningu. Í heildina voru skuldir félagsins um 37 billjónir króna, samkvæmt frétt New York Times. Lítið fyrir erlenda kröfuhafa að hafa Dómari í Hong Kong komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að réttast væri að slíta félaginu. Í frétt New York Times segir að Evergrande skilji eftir sig um 1.300 ókláraðar byggingar í rúmlega 280 borgum bæja. Eftir sitja hundruð þúsunda manna sem hafa borgað fyrir íbúðir í þessum byggingum en ekkert fengið fyrir peninginn. Erlendum skuldhöfum Evergrande hefur einnig reynst sérstaklega erfitt að nálgast eignir úr þrotabúinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að hluta til er það vegna þess að innlendir fjárfestar eða sveitarstjórnir hafa tekið yfir framkvæmdirnar yfir en þær eru í flestum tilfellum sagðar á snærum einhverra af þúsundum dótturfélaga Evergrande. Sjá einnig: Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Í frétt BBC segir að fyrr í þessum mánuði hafi komið í ljós að félagið skuldaði um 5,5 billjónir króna en þangað til hefði eingöngu tekist að selja eignir fyrir um 31,4 milljarð króna. Kínverjar ekki enn komnir í var þegar kemur að vandræðum á fasteignamarkaði þar í landi. Mörg af stærstu fasteignafélögum landsins eru mjög skuldsett Fasteignaverð hefur lækkað mjög í Kína, eða um að minnsta kosti þrjátíu prósent, og lækkaði meira í síðasta mánuði en það hafði gert í níu mánuði. Kínverska ríkið er sagt hafa komið fjölda fasteignafélaga til aðstoðar, til að koma í veg fyrir almennt hrun á markaðnum og hefur ástandið haldið aftur af hagkerfinu og leitt til minni neyslu. Í samtali við BBC segjast sérfræðingar búast við því að fasteignaverð muni lækka áfram út næsta ár. Kína Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Félagið safnaði þó gífurlegum skuldum og fór í vanskil árið 2021. Evergrande varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Sá markaður er gífurlega stór og var árið 2023 um fjórðungur að landsframleiðslu ríkisins. Árið 2020 breyttu ráðamenn í Kína reglum um magn peninga sem stór fasteignafélög mættu fá lánaða. Það leiddi til þess að forsvarsmenn Evergrande fóru að selja eignir sínar á miklum afslætti, til að halda fyrirtækinu á floti. Það dugði þó ekki til en í leiðinni seldi félagið eignir til fjölda fólks sem situr nú eftir með sárt ennið. Kínverska ríkið hafði lengi keyrt hagvöxt á gífurlegri fasteignauppbyggingu, sem var að miklu leyti fjármögnuð með skuldsetningu. Í heildina voru skuldir félagsins um 37 billjónir króna, samkvæmt frétt New York Times. Lítið fyrir erlenda kröfuhafa að hafa Dómari í Hong Kong komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að réttast væri að slíta félaginu. Í frétt New York Times segir að Evergrande skilji eftir sig um 1.300 ókláraðar byggingar í rúmlega 280 borgum bæja. Eftir sitja hundruð þúsunda manna sem hafa borgað fyrir íbúðir í þessum byggingum en ekkert fengið fyrir peninginn. Erlendum skuldhöfum Evergrande hefur einnig reynst sérstaklega erfitt að nálgast eignir úr þrotabúinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að hluta til er það vegna þess að innlendir fjárfestar eða sveitarstjórnir hafa tekið yfir framkvæmdirnar yfir en þær eru í flestum tilfellum sagðar á snærum einhverra af þúsundum dótturfélaga Evergrande. Sjá einnig: Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Í frétt BBC segir að fyrr í þessum mánuði hafi komið í ljós að félagið skuldaði um 5,5 billjónir króna en þangað til hefði eingöngu tekist að selja eignir fyrir um 31,4 milljarð króna. Kínverjar ekki enn komnir í var þegar kemur að vandræðum á fasteignamarkaði þar í landi. Mörg af stærstu fasteignafélögum landsins eru mjög skuldsett Fasteignaverð hefur lækkað mjög í Kína, eða um að minnsta kosti þrjátíu prósent, og lækkaði meira í síðasta mánuði en það hafði gert í níu mánuði. Kínverska ríkið er sagt hafa komið fjölda fasteignafélaga til aðstoðar, til að koma í veg fyrir almennt hrun á markaðnum og hefur ástandið haldið aftur af hagkerfinu og leitt til minni neyslu. Í samtali við BBC segjast sérfræðingar búast við því að fasteignaverð muni lækka áfram út næsta ár.
Kína Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira