Viðskipti innlent

Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra

Árni Sæberg skrifar
Pétur Alan Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður í Melabúðinni.
Pétur Alan Guðmundsson, fyrrverandi kaupmaður í Melabúðinni. Vísir/Vilhelm

Bræðurnir Pétur Alan og Snorri Örn Guðmundssynir, sem seldu fjölskyldufyrirtækið Melabúðina í fyrra, voru með 470 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra.

Merkisverð tíðindi bárust úr Vesturbæ Reykjavíkur í fyrra þegar tilkynnt var að bræðurnir hefðu selt þeim Önnu Jónsdóttur, Bjarka Má Baxter, Pétri Árna Jónssyni og Þorsteini Rafni Johnsen Melabúðina.

Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar bræðranna, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hafði verið í fjölskyldunni síðan. Þriðji bróðirinn Friðrik Ármann Guðmunds­son, oftast kallaður Frikki Meló, fór út úr rekstri félagsins árið 2019.

Kaupverðið var ekki gefið upp á sínum tíma en miðað við hátekjulista Heimildarinnar, sem birtur var í dag, má áætla að það hafi verið ágætt. Þar segir að Pétur Alan hafi verið með fjármagnstekjur upp á 245 milljónir króna í fyrra og Snorri Örn með 223 milljónir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×