Lífið

Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sonur Rögnu og Árna Steins fékk nafnið Sigurður Árni.
Sonur Rögnu og Árna Steins fékk nafnið Sigurður Árni.

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær.

Parið hefur verið saman í nokkur ár og eignuðust þau sitt fyrsta barn 23. júní síðastliðinn. 

Séra Guðni Már Harðarson stýrði athöfninni og fékk sonurinn nafnið Sigurður Árni, í höfuðið á móðurafanum og föður sínum. Ragna geislaði af fegurð og klæddist stórglæsilegum gulum kjól við athöfnina. 

Sigrún Ninna systir Rögnu er ein af guðforeldrum Sigurðar.Instagram
Ragna og Árni með Sigurð Árna ásamt foreldrum þeirra beggja.Instagram
Séra Guðni, Ragna, Sigurður Árni og Árni Steinn. Ragna klæddist stórglæsilegum kjól og Árni Steinn sumarlegum jakkafötum.Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.