Lífið

Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ari og Helga hafa fest kaup á glæsihýsi Ragnhildar Sveinsdóttur á Arnarnesi.
Ari og Helga hafa fest kaup á glæsihýsi Ragnhildar Sveinsdóttur á Arnarnesi.

Ari Fenger, einn eigenda og forstjóri 1912 samstæðunnar, og eiginkona hans Helga Lilja Fenger Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur, hafa fest kaup á einbýlishúsi að Þernunesi 6 á Arnarnesi í Garðabæ. Hjónin greiddu 550 milljónir fyrir eignina.

Kaupsamningur var undirritaður þann 5. ágúst síðastliðinn. Viðskipta­blaðið greindi fyrst frá kaupunum.

Húsið var áður í eigu Ragnhildar Sveinsdóttur pilateskennara og fyrrverandi eiginkonu Eiðs Smára Guðjohnsen. Þau skildu árið 2017 eftir 23 ára samband. Saman eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku.

Umrætt hús var byggt árið 2008 er allt hið vandaðasta. Eignin einkennist af miklum munaði og glæsileika.

Koparklætt glæsihýsi

Ari og Helga Lilja hafa auglýst einbýlishúsið sitt við Frjóakur til sölu, ásett verð er 460 milljónir króna.

Húsið er klætt kopar og hefur heillandi svip. Það er 402 fermetrar að stærð, á þremur pöllum með bílskúr. Miðhæðin er opin og björt með stórum stofum og eldhúsi sem flæða saman, með flísalögðu gólfi. Umhverfis húsið er stór pallur með heitum potti, köldum potti og flottur golfæfingasvæði.

Í húsinu er stór hjónasvíta með fataherbergi og sérbaðherbergi, auk fjögurra barnaherbergja.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.