Sport

Dag­skráin í dag: Indiana getur komist skrefi nær úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karl-Anthony Towns þarf að eiga stórleik ætli Knicks sér að jafna metin.
Karl-Anthony Towns þarf að eiga stórleik ætli Knicks sér að jafna metin. Getty Images/Gregory Shamus

Stórleikur Indiana Pacers og New York Knicks í úrslitum austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport 2

Á miðnætti er fjórði leikur Indiana Pacers og New York Knicks á dagskrá. Indiana vann báða leikina í New York á meðan Knicks unnu fyrsta leik liðanna í Indiana. Gestirnir þurfa því sigur til að jafna metin í einvíginu á meðan Indiana kemst í frábæra stöðu með sigri.

Vodafone Sport

Klukkan 18.25 er leikur Braunschweig og Saarbrücken í umspili um sæti í þýsku B-deild karla í knattspyrnu á dagskrá. Braunschweig leiðir 2-0 eftir fyrri leik liðanna.

Klukkan 00.05 er leikur Oilers og Stars í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×