Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:00 Bjarki Gunnlaugsson er á því að Alexander Isak verði fljótlega orðinn leikmaður Liverpool. Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira