Körfubolti

Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis Agravanis á að hjálpa Stjörnunni að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Giannis Agravanis á að hjálpa Stjörnunni að verja Íslandsmeistaratitilinn. vísir/diego

Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við körfuboltamanninn Giannis Agravanis um að leika með liðinu á næsta tímabili.

Agravanis lék með Tindastóli á síðasta tímabili. Liðið varð deildarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir verðandi samherjum Agravanis í Stjörnunni, 3-2.

Í deildarkeppninni var Agravanis með 14,7 stig, 5,8 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni skoraði hann 12,8 stig, tók 6,8 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar.

Eldri bróðir Agravanis, Dimitrios, lék einnig með Tindastóli seinni hluta síðasta tímabils en lét minna að sér kveða.

Agravanis er 26 ára grískur framherji sem hefur einnig leikið í heimalandinu og Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×