Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2025 08:30 Sara Björk Gunnarsdóttir og hin franska Léa Le Garrec eru sannkallaðir lykilmenn í liði Al Qadsiah. @qadsiahwfc Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. „Ég fékk mína gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar það varð opinbert að ég færi þangað. Nokkrum af vinkonum mínum, sem eru samkynhneigðar, fannst þetta rangt skref hjá mér, á einhvern hátt,“ segir Sara sem settist niður með blaðamanni í vikunni, komin heim til Íslands í sumarfrí. Brot úr viðtalinu er í spilaranum hér að neðan. Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á brot stjórnvalda í Sádi-Arabíu gegn til að mynda samkynhneigðum, konum og fjölmiðlum, fjölda dauðarefsinga í landinu og fleira. Öll tengsl landsins við íþróttir, sem hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár, kalla af þessum sökum á gagnrýni. Sara sýnir því skilning en segir sömuleiðis telja best að kynnast hlutunum af eigin raun frekar en að fella dóma fyrir fram. „Þú getur tekið svo ótrúlega marga slagi. Það er fullt af hlutum sem þú getur tekið fyrir, ekki bara í Sádi-Arabíu heldur alls staðar, í öllum liðum og löndum sem ég hef spilað í, þó það sé ekki endilega einblínt á þá. Það er margt í þessu, þegar ég fer þangað, sem ég er ekki sammála. En ég þarf líka að hugsa um hvað ég get haft áhrif á og hverju ég get stjórnað þegar ég fer þangað. Hvaða áhrif get ég haft fyrir kvennaknattspyrnuna í Sádi-Arabíu? Það er eitthvað sem ég get hjálpað til með. Auðvitað get ég tekið fullt af öðrum slögum en ég ákvað að gera það ekki heldur einbeita mér að þessu verkefni,“ segir Sara sem er ein sex erlendra leikmanna hjá Al Qadsiah og er í miklu leiðtogahlutverki fyrir heimastelpurnar í liðinu. Sara Björk kom til Sádi-Arabíu eftir að hafa spilað með Juventus á Ítalíu, og áður með Lyon í Frakklandi og Wolfsburg í Þýskalandi, tveimur af allra bestu liðum heims.Getty/Giorgio Perottino „Ég veit að ég hef gefið ótrúlega mikið af mér og að stelpurnar kunna ótrúlega mikið að meta það, og hafa sagt: Takk fyrir að koma hingað og gefa okkur sjúklega mikinn innblástur. Ekki bara ég heldur aðrir erlendir leikmenn. Þær átta sig á þessu og segja að þær viti að það sé örugglega erfitt að koma, út af því það eru miklir fordómar fyrir því. Ég get haft áhrif á þetta [kvennafótboltann í Sádi-Arabíu] og ætla að einbeita mér að því,“ segir þessi 34 ára leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. „Held að hún hafi kannski verið smá sjokkeruð“ Sara hefur átt liðsfélaga í gegnum tíðina sem sumar eru samkynhneigðar og ein þeirra var sérstaklega óánægð með þá ákvörðun Söru að fara til Sádi-Arabíu: „Það er margt sagt við okkur og við lesum margt neikvætt um Sádi-Arabíu en það er ekki talað um hvað hefur breyst og hvað er jákvætt. Þegar ég kem þarna og upplifi hlutina sjálf þá er þetta allt annað. Réttindi kvenna, samkynhneigð… Þetta er allt mikið opnara en þetta var, út frá minni upplifun. Auðvitað eru aðrir sem upplifa þetta öðruvísi en ég vil ekki tala um eða dæma hlutina nema hafa verið þar og upplifað þá sjálf. Okkar reynsla, af fólkinu og menningunni, hefur bara verið jákvæð. Ég átti djúpar samræður við eina bestu vinkonu mína um þessa ákvörðun. Við töluðumst ekki við í smátíma en svo höfum við talað saman og hún vildi endilega heyra hvernig þetta væri, og ég lýsti því hvernig þetta er allt öðruvísi en maður hefði haldið. Hvernig mín reynsla hefði verið. Ég held að hún hafi kannski verið smá sjokkeruð, að heyra mína upplifun eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði. Við Árni höfum kynnst svo ótrúlega mörgu góðu fólki þarna, bæði í liðinu og utan fótboltans,“ segir Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) Sara bjó í vetur í Khobar ásamt Árna Vilhjálmssyni manni sínum, sem spilaði með C-deildarliði Al-Taraji, og hinum þriggja ára gamla Ragnari Frank (hvers koma í heiminn markaði mikil tímamót í réttindabaráttu fótboltakvenna, þegar Lyon var dæmt til að greiða Söru vangoldin laun, eins og mikið hefur verið fjallað um). Innan sem utan vallar gekk lífið vel og auk þess að spila bikarúrslitaleik og ná 3. sæti í sádiarabísku deildinni kveðst Sara hafa kynnst fullt af góðu fólki og liðið afar vel í landinu. „Þetta hefur verið algjört ævintýri og við sjáum ekki eftir neinu, og erum að skoða hvort við ættum að fara aftur út,“ segir Sara. Mörk úr leik við Al Ahli í vetur má sjá hér að neðan en Sara skorað þar tvö af níu deildarmörkum sínum. „En ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Þetta var mjög spennandi. Árni var ekki með neitt fast í hendi í fyrra en fann sér svo lið líka þarna, enda var planið að við gætum bæði spilað og að allt gengi upp með Ragnar. Þetta gerði það og hefur verið frábær upplifun. Auðvitað öðruvísi. Maður hefur spilað í toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi svo þetta var öðruvísi verkefni,“ segir Sara. Í sádiarabísku deildinni er hópur leikmanna úr hæsta klassa, á borð við Söru, en hvert lið má að hámarki vera með fimm erlenda leikmenn innan vallar hverju sinni og að hámarki sex leikmenn í sínum hópi. Aðrir leikmenn eru heimastelpur sem búa flestar yfir mikið minni reynslu af fótbolta og skortir því upp á ýmis grunnatriði en hafa lært hratt, að sögn Söru. Sprenglærðir liðsfélagar en ekki allar spilað á stórum velli „Það sem ég tók strax eftir í deildinni er að erlendu leikmennirnir eru ótrúlega sterkir. Leikmenn sem gætu spilað í toppliðum í Evrópu. Síðan ertu með sádiarabísku leikmennina, sem eru margar komnar ansi langt miðað við að hafa kannski ekki spilað fótbolta lengi. Það er þó ótrúlega mismunandi, sumar hafa kannski spilað í þrjú ár en aðrar jafnvel 10-15 ár þó þær væru ekki að spila formlega leiki. Ég var með einn liðsfélaga sem sagði mér frá því á undirbúningstímabilinu að hún væri, 24 ára gömul, að spila í fyrsta skipti á stóran völl. Hún hefði spilað áður futsal og verið dómari. Það var mjög áhugavert að heyra allar þessar sögur, þegar maður var að kynnast stelpunum. Sumar eru með fullan stuðning frá sinni fjölskyldu til að spila, þær koma á leiki og slíkt, á meðan aðrar hafa flutt í burtu til að geta spilað og eru bara ekki í sambandi við fjölskyldu sína. Og það er mikil krafa frá foreldrum þeirra að þær séu vel menntaðar. Við erum með leikmenn sem eru læknar, verkfræðingar, tannlæknar og fleira. Fótboltinn á ekki að vera númer eitt hjá þeim,“ segir Sara. View this post on Instagram A post shared by سيدات القادسية (@qadsiahwfc) Í liðunum eru því bæði toppleikmenn og heimastelpur sem taka þátt í þeirri gríðarhröðu þróun sem verið hefur frá stofnun kvennadeildarinnar í Sádi-Arabíu, fyrir örfáum árum: „Við erlendu leikmennirnir tengjum meira saman, höfum spilað í toppliðum í Evrópu og tengjumst vel saman inni á vellinum. Sádiarabísku leikmennina vantar upp á ýmislegt, grunntækni, en þær eru ótrúlega viljugar, einbeittar og með mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Það er ótrúlega gefandi að fara í það hlutverk að hjálpa þeim: „Hey Sara, hvernig get ég gert þetta eða þetta?“ Þær eru alveg með stjörnurnar í augunum þegar ég kom, Lea [Le Garrec frá Frakklandi] og Adriana [frá Brasilíu], og eru ótrúlega metnaðarfullar og duglegar að æfa sig. Það er bara gríðarlegur munur á deildinni frá þarsíðasta tímabili og núna, og bæting hjá sádiarabísku stelpunum. Þær sem eru í mínu liði hafa bætt sig sjúklega mikið síðustu níu mánuði og maður er ótrúlega stoltur af þeim. Ég kalla þær „stelpurnar mínar“ og þykir rosalega vænt um þær. Klúbburinn er að fjárfesta og vill virkilega byggja upp kvennaknattspyrnuna og liðið sjálft – vill gera það rosalega vel og hratt,“ segir Sara og bætir við að metnaðurinn sé mikill í allri deildinni, og varðandi landslið Sádi-Arabíu sem komið er með Lluís Cortés, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem landsliðsþjálfara. „Það er gaman að vera hluti af byrjuninni á þessu,“ segir Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) „Þær hafa ekki fengið sömu tækifæri og ég“ Sara hafði skoðað upptökur af leikjum í Sádi-Arabíu á DAZN en vissi samt lítið um við hverju hún mátti búast af fótboltanum sem þar er spilaður. Eftir að hafa spilað nær eingöngu með leikmönnum í heimsklassa áttu sumir samherja hennar í vetur erfitt með jafnvel fimm metra sendingar. „Maður þurfti alveg tíma til að venjast því og vera ekki að pirra sig á hlutunum. Maður setur pressu á þær og kröfur, og sér að það lyftir þeim. Það eru vikulega bætingar hjá þeim. Þær hafa ekki fengið sömu tækifæri og ég til að æfa fótbolta frá því þær voru fimm ára og fá þann stuðning sem ég fékk. Þannig að þó að ég setji kröfur og pressu þá hef ég fullan skilning á þeirra aðstæðum. Það er líka ákveðin hvatning fyrir mig að vita hverju þær hafa fórnað til að spila fótbolta. Ég hef mikla ánægju af þessu og ég er sjálf enn að hlaupa 11-12 kílómetra í leik. Maður hefði kannski haldið að maður myndi fara þarna til að „tjilla“ í sexu-hlutverkinu en nei, maður er enn að hlaupa og gera mikið. Þetta er ótrúlega gaman og gefandi. Við erum líka sem fjölskylda búin að koma okkur ótrúlega vel fyrir. Kynnast ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki, líka fyrir utan fótboltann, sem eru vinir okkar í dag. Við búum á „compoundi“, í lokuðu umhverfi þó að það sé mjög öruggt að vera þarna, og þar er mikið af erlendu fólki sem er að vinna í olíufyrirtækjum. Ragnar er búinn að eignast fullt af vinum þarna og þetta hefur verið alveg frábært,“ segir Sara. Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Sjá meira
Eftir að hafa spilað með toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi tók Sara að sér ansi ólíkt verkefni og lék með Al Qadsiah í Sádi-Arabíu í vetur. Hún segir síðustu níu mánuði hafa verið lærdómsríka og gefur lítið fyrir tal um að erlent íþróttafólk þar taki þátt í hvítþvotti ríkisins af mannréttindabrotum. „Ég fékk mína gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar það varð opinbert að ég færi þangað. Nokkrum af vinkonum mínum, sem eru samkynhneigðar, fannst þetta rangt skref hjá mér, á einhvern hátt,“ segir Sara sem settist niður með blaðamanni í vikunni, komin heim til Íslands í sumarfrí. Brot úr viðtalinu er í spilaranum hér að neðan. Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á brot stjórnvalda í Sádi-Arabíu gegn til að mynda samkynhneigðum, konum og fjölmiðlum, fjölda dauðarefsinga í landinu og fleira. Öll tengsl landsins við íþróttir, sem hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár, kalla af þessum sökum á gagnrýni. Sara sýnir því skilning en segir sömuleiðis telja best að kynnast hlutunum af eigin raun frekar en að fella dóma fyrir fram. „Þú getur tekið svo ótrúlega marga slagi. Það er fullt af hlutum sem þú getur tekið fyrir, ekki bara í Sádi-Arabíu heldur alls staðar, í öllum liðum og löndum sem ég hef spilað í, þó það sé ekki endilega einblínt á þá. Það er margt í þessu, þegar ég fer þangað, sem ég er ekki sammála. En ég þarf líka að hugsa um hvað ég get haft áhrif á og hverju ég get stjórnað þegar ég fer þangað. Hvaða áhrif get ég haft fyrir kvennaknattspyrnuna í Sádi-Arabíu? Það er eitthvað sem ég get hjálpað til með. Auðvitað get ég tekið fullt af öðrum slögum en ég ákvað að gera það ekki heldur einbeita mér að þessu verkefni,“ segir Sara sem er ein sex erlendra leikmanna hjá Al Qadsiah og er í miklu leiðtogahlutverki fyrir heimastelpurnar í liðinu. Sara Björk kom til Sádi-Arabíu eftir að hafa spilað með Juventus á Ítalíu, og áður með Lyon í Frakklandi og Wolfsburg í Þýskalandi, tveimur af allra bestu liðum heims.Getty/Giorgio Perottino „Ég veit að ég hef gefið ótrúlega mikið af mér og að stelpurnar kunna ótrúlega mikið að meta það, og hafa sagt: Takk fyrir að koma hingað og gefa okkur sjúklega mikinn innblástur. Ekki bara ég heldur aðrir erlendir leikmenn. Þær átta sig á þessu og segja að þær viti að það sé örugglega erfitt að koma, út af því það eru miklir fordómar fyrir því. Ég get haft áhrif á þetta [kvennafótboltann í Sádi-Arabíu] og ætla að einbeita mér að því,“ segir þessi 34 ára leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. „Held að hún hafi kannski verið smá sjokkeruð“ Sara hefur átt liðsfélaga í gegnum tíðina sem sumar eru samkynhneigðar og ein þeirra var sérstaklega óánægð með þá ákvörðun Söru að fara til Sádi-Arabíu: „Það er margt sagt við okkur og við lesum margt neikvætt um Sádi-Arabíu en það er ekki talað um hvað hefur breyst og hvað er jákvætt. Þegar ég kem þarna og upplifi hlutina sjálf þá er þetta allt annað. Réttindi kvenna, samkynhneigð… Þetta er allt mikið opnara en þetta var, út frá minni upplifun. Auðvitað eru aðrir sem upplifa þetta öðruvísi en ég vil ekki tala um eða dæma hlutina nema hafa verið þar og upplifað þá sjálf. Okkar reynsla, af fólkinu og menningunni, hefur bara verið jákvæð. Ég átti djúpar samræður við eina bestu vinkonu mína um þessa ákvörðun. Við töluðumst ekki við í smátíma en svo höfum við talað saman og hún vildi endilega heyra hvernig þetta væri, og ég lýsti því hvernig þetta er allt öðruvísi en maður hefði haldið. Hvernig mín reynsla hefði verið. Ég held að hún hafi kannski verið smá sjokkeruð, að heyra mína upplifun eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði. Við Árni höfum kynnst svo ótrúlega mörgu góðu fólki þarna, bæði í liðinu og utan fótboltans,“ segir Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) Sara bjó í vetur í Khobar ásamt Árna Vilhjálmssyni manni sínum, sem spilaði með C-deildarliði Al-Taraji, og hinum þriggja ára gamla Ragnari Frank (hvers koma í heiminn markaði mikil tímamót í réttindabaráttu fótboltakvenna, þegar Lyon var dæmt til að greiða Söru vangoldin laun, eins og mikið hefur verið fjallað um). Innan sem utan vallar gekk lífið vel og auk þess að spila bikarúrslitaleik og ná 3. sæti í sádiarabísku deildinni kveðst Sara hafa kynnst fullt af góðu fólki og liðið afar vel í landinu. „Þetta hefur verið algjört ævintýri og við sjáum ekki eftir neinu, og erum að skoða hvort við ættum að fara aftur út,“ segir Sara. Mörk úr leik við Al Ahli í vetur má sjá hér að neðan en Sara skorað þar tvö af níu deildarmörkum sínum. „En ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Þetta var mjög spennandi. Árni var ekki með neitt fast í hendi í fyrra en fann sér svo lið líka þarna, enda var planið að við gætum bæði spilað og að allt gengi upp með Ragnar. Þetta gerði það og hefur verið frábær upplifun. Auðvitað öðruvísi. Maður hefur spilað í toppliðum á Ítalíu, í Frakklandi og Þýskalandi svo þetta var öðruvísi verkefni,“ segir Sara. Í sádiarabísku deildinni er hópur leikmanna úr hæsta klassa, á borð við Söru, en hvert lið má að hámarki vera með fimm erlenda leikmenn innan vallar hverju sinni og að hámarki sex leikmenn í sínum hópi. Aðrir leikmenn eru heimastelpur sem búa flestar yfir mikið minni reynslu af fótbolta og skortir því upp á ýmis grunnatriði en hafa lært hratt, að sögn Söru. Sprenglærðir liðsfélagar en ekki allar spilað á stórum velli „Það sem ég tók strax eftir í deildinni er að erlendu leikmennirnir eru ótrúlega sterkir. Leikmenn sem gætu spilað í toppliðum í Evrópu. Síðan ertu með sádiarabísku leikmennina, sem eru margar komnar ansi langt miðað við að hafa kannski ekki spilað fótbolta lengi. Það er þó ótrúlega mismunandi, sumar hafa kannski spilað í þrjú ár en aðrar jafnvel 10-15 ár þó þær væru ekki að spila formlega leiki. Ég var með einn liðsfélaga sem sagði mér frá því á undirbúningstímabilinu að hún væri, 24 ára gömul, að spila í fyrsta skipti á stóran völl. Hún hefði spilað áður futsal og verið dómari. Það var mjög áhugavert að heyra allar þessar sögur, þegar maður var að kynnast stelpunum. Sumar eru með fullan stuðning frá sinni fjölskyldu til að spila, þær koma á leiki og slíkt, á meðan aðrar hafa flutt í burtu til að geta spilað og eru bara ekki í sambandi við fjölskyldu sína. Og það er mikil krafa frá foreldrum þeirra að þær séu vel menntaðar. Við erum með leikmenn sem eru læknar, verkfræðingar, tannlæknar og fleira. Fótboltinn á ekki að vera númer eitt hjá þeim,“ segir Sara. View this post on Instagram A post shared by سيدات القادسية (@qadsiahwfc) Í liðunum eru því bæði toppleikmenn og heimastelpur sem taka þátt í þeirri gríðarhröðu þróun sem verið hefur frá stofnun kvennadeildarinnar í Sádi-Arabíu, fyrir örfáum árum: „Við erlendu leikmennirnir tengjum meira saman, höfum spilað í toppliðum í Evrópu og tengjumst vel saman inni á vellinum. Sádiarabísku leikmennina vantar upp á ýmislegt, grunntækni, en þær eru ótrúlega viljugar, einbeittar og með mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Það er ótrúlega gefandi að fara í það hlutverk að hjálpa þeim: „Hey Sara, hvernig get ég gert þetta eða þetta?“ Þær eru alveg með stjörnurnar í augunum þegar ég kom, Lea [Le Garrec frá Frakklandi] og Adriana [frá Brasilíu], og eru ótrúlega metnaðarfullar og duglegar að æfa sig. Það er bara gríðarlegur munur á deildinni frá þarsíðasta tímabili og núna, og bæting hjá sádiarabísku stelpunum. Þær sem eru í mínu liði hafa bætt sig sjúklega mikið síðustu níu mánuði og maður er ótrúlega stoltur af þeim. Ég kalla þær „stelpurnar mínar“ og þykir rosalega vænt um þær. Klúbburinn er að fjárfesta og vill virkilega byggja upp kvennaknattspyrnuna og liðið sjálft – vill gera það rosalega vel og hratt,“ segir Sara og bætir við að metnaðurinn sé mikill í allri deildinni, og varðandi landslið Sádi-Arabíu sem komið er með Lluís Cortés, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem landsliðsþjálfara. „Það er gaman að vera hluti af byrjuninni á þessu,“ segir Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) „Þær hafa ekki fengið sömu tækifæri og ég“ Sara hafði skoðað upptökur af leikjum í Sádi-Arabíu á DAZN en vissi samt lítið um við hverju hún mátti búast af fótboltanum sem þar er spilaður. Eftir að hafa spilað nær eingöngu með leikmönnum í heimsklassa áttu sumir samherja hennar í vetur erfitt með jafnvel fimm metra sendingar. „Maður þurfti alveg tíma til að venjast því og vera ekki að pirra sig á hlutunum. Maður setur pressu á þær og kröfur, og sér að það lyftir þeim. Það eru vikulega bætingar hjá þeim. Þær hafa ekki fengið sömu tækifæri og ég til að æfa fótbolta frá því þær voru fimm ára og fá þann stuðning sem ég fékk. Þannig að þó að ég setji kröfur og pressu þá hef ég fullan skilning á þeirra aðstæðum. Það er líka ákveðin hvatning fyrir mig að vita hverju þær hafa fórnað til að spila fótbolta. Ég hef mikla ánægju af þessu og ég er sjálf enn að hlaupa 11-12 kílómetra í leik. Maður hefði kannski haldið að maður myndi fara þarna til að „tjilla“ í sexu-hlutverkinu en nei, maður er enn að hlaupa og gera mikið. Þetta er ótrúlega gaman og gefandi. Við erum líka sem fjölskylda búin að koma okkur ótrúlega vel fyrir. Kynnast ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki, líka fyrir utan fótboltann, sem eru vinir okkar í dag. Við búum á „compoundi“, í lokuðu umhverfi þó að það sé mjög öruggt að vera þarna, og þar er mikið af erlendu fólki sem er að vinna í olíufyrirtækjum. Ragnar er búinn að eignast fullt af vinum þarna og þetta hefur verið alveg frábært,“ segir Sara.
Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Sjá meira