Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 21. maí 2025 11:31 Tímabilið hefur verið fullt af vonbrigðum fyrir Manchester United en Bruno Fernandes og félagar geta bjargað miklu með sigri í Evrópudeildinni í kvöld. Getty/Bradley Collyer Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. Hvort sem það verður United eða Tottenham sem landar sigri í kvöld þá mun sigurvegarinn setja leiðinlegt met með því að verða lægsta lið sinnar landsdeildar til að vinna Evrópukeppni. Tottenham er í 17. sæti og hefur aðeins hlotið 38 stig úr 37 deildarleikjum, og ef liðið vinnur ekki Brighton á sunnudag verður þetta næstversta stigasöfnun í sögu liðsins. United er í 16. sæti eftir sína verstu stigasöfnun frá 1974, og þá verstu frá 1931 ef liðið vinnur ekki Aston Villa á sunnudaginn. Liðin eru því bæði órafjarri því að ná Evrópusæti í gegnum ensku úrvalsdeildina en geta bjargað afar miklu með því að vinna Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Yfir hundrað milljónir punda í boði Því myndi fylgja mikið fjármagn og eins og fram kemur í grein BBC er þá fé líklega enn mikilvægara fyrir United en Tottenham, vegna gríðarlegs tapreksturs og útistandandi skulda. Svo slæm er staðan að United hefur verið í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar sem banna að taprekstur sé meiri en 105 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil. United hefur þegar tapað þrisvar sinnum fyrir Tottenham á þessari leiktíð. Tvisvar í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í deildabikarnum.Getty/Charlotte Wilson „Fjárhagslega séð þá er þetta mikilvægasti leikur í sögu félagsins [United],“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótbolta, við BBC. „Þátttaka í Meistaradeildinni skiptir sköpum því hún skilar yfir hundrað milljónum punda vegna miðasölu, sjónvarpsréttinda og bónusa frá styrktaraðilum,“ segir Maguire. Mótvægi gegn gríðarlegum skuldum United virðist vera að landa framherjanum Matheus Cunha frá Wolves en sigur í kvöld gæti skipt sköpum fyrir félagið upp á að styrkja leikmannahóp Rubens Amorim í sumar. Vinni liðið ekki gæti það orðið of háð því að ná að selja launaháa leikmenn eins og Marcus Rashford, Jadon Sancho og Antony sem allir voru lánaðir frá félaginu í vetur. „United er enn með einn allra hæsta launareikninginn í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með leikmannahóp sem kostaði yfir einn milljarð punda og mörgum af þessum samningum hefur verið náð með loforðum svo að félagið skuldar enn 300 milljónir punda í greiðslur,“ segir Maguire. „Þess vegna þurfa þeir peningana sem Meistaradeild Evrópu skilar, og það er staðan jafnvel áður en byrjað verður að sækja leikmenn sem stjórinn vill fá. Auknar tekjur myndu setja félagið í mun sterkari stöðu varðandi alla enduruppbyggingu,“ segir Maguire. Leikur Manchester United og Tottenham hefst klukkan 19 í kvöld, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Hvort sem það verður United eða Tottenham sem landar sigri í kvöld þá mun sigurvegarinn setja leiðinlegt met með því að verða lægsta lið sinnar landsdeildar til að vinna Evrópukeppni. Tottenham er í 17. sæti og hefur aðeins hlotið 38 stig úr 37 deildarleikjum, og ef liðið vinnur ekki Brighton á sunnudag verður þetta næstversta stigasöfnun í sögu liðsins. United er í 16. sæti eftir sína verstu stigasöfnun frá 1974, og þá verstu frá 1931 ef liðið vinnur ekki Aston Villa á sunnudaginn. Liðin eru því bæði órafjarri því að ná Evrópusæti í gegnum ensku úrvalsdeildina en geta bjargað afar miklu með því að vinna Evrópudeildina og komast þannig í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Yfir hundrað milljónir punda í boði Því myndi fylgja mikið fjármagn og eins og fram kemur í grein BBC er þá fé líklega enn mikilvægara fyrir United en Tottenham, vegna gríðarlegs tapreksturs og útistandandi skulda. Svo slæm er staðan að United hefur verið í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar sem banna að taprekstur sé meiri en 105 milljónir punda yfir þriggja ára tímabil. United hefur þegar tapað þrisvar sinnum fyrir Tottenham á þessari leiktíð. Tvisvar í ensku úrvalsdeildinni og einu sinni í deildabikarnum.Getty/Charlotte Wilson „Fjárhagslega séð þá er þetta mikilvægasti leikur í sögu félagsins [United],“ segir Kieran Maguire, sérfræðingur í fjármálum fótbolta, við BBC. „Þátttaka í Meistaradeildinni skiptir sköpum því hún skilar yfir hundrað milljónum punda vegna miðasölu, sjónvarpsréttinda og bónusa frá styrktaraðilum,“ segir Maguire. Mótvægi gegn gríðarlegum skuldum United virðist vera að landa framherjanum Matheus Cunha frá Wolves en sigur í kvöld gæti skipt sköpum fyrir félagið upp á að styrkja leikmannahóp Rubens Amorim í sumar. Vinni liðið ekki gæti það orðið of háð því að ná að selja launaháa leikmenn eins og Marcus Rashford, Jadon Sancho og Antony sem allir voru lánaðir frá félaginu í vetur. „United er enn með einn allra hæsta launareikninginn í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru með leikmannahóp sem kostaði yfir einn milljarð punda og mörgum af þessum samningum hefur verið náð með loforðum svo að félagið skuldar enn 300 milljónir punda í greiðslur,“ segir Maguire. „Þess vegna þurfa þeir peningana sem Meistaradeild Evrópu skilar, og það er staðan jafnvel áður en byrjað verður að sækja leikmenn sem stjórinn vill fá. Auknar tekjur myndu setja félagið í mun sterkari stöðu varðandi alla enduruppbyggingu,“ segir Maguire. Leikur Manchester United og Tottenham hefst klukkan 19 í kvöld, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira