„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 12:00 Ægir Þór Steinarsson að rífa Hilmar Smára Henningsson upp Vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum. „Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
„Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti