Innlent

Bein út­sending: Fram­tíð mat­væla­fram­leiðslu á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Málþingið stendur milli klukkan 9 og 12:30.
Málþingið stendur milli klukkan 9 og 12:30. Matís

Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu í dag. Þarna verður framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu í brennidepli.

Málþingið stendur milli klukkan 9 og 12:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Matvælaráðherra opnar dagskrána og svo verður farið yfir verkefni Matís í nútíð og framtíð, í sjávarútvegi og landbúnaði, og samstarfsaðilar segja frá samstarfi sínu við Matís.

Starfsfólk Matís mun meðal annars flytja erindi um nýjungar í matvælaframleiðslu, fæðuöryggi, upplýsingaóreiðu í tengslum við næringu og matvæli og fleira. Svo verða pallborðsumræður í lokin.

Hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×