Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2025 09:00 Steinunn Björnsdóttir spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd í fyrrakvöld. Hún fer fyrir liðinu sem gerir kröfu um brottrekstur Ísraels úr alþjóðlegri keppni. Vísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira