Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:09 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með Þórsurum. vísir Nikolas Tomsick var stigahæsti maður vallarins er Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur gegn Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira