Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 15:40 Kevin Oram, Kjartan Þórsson og Jóhannes Ingi Torfason eru stofnendur Prescriby. Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. „Vandamál ávanabindandi lyfja er gríðarstórt. Það sem vakti áhuga okkar á Prescriby er sú fyrirbyggjandi nálgun sem lausnin byggir á. Þar er lögð áhersla á að vera til staðar þegar fólk byrjar að nota lyf sem geta reynst ávanabindandi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sjúklingar ánetjist slíkum lyfjum. Svo virðist sem fáir samkepnisaðilar séu að leggja áherslu á þessa nálgun,“ er haft eftir Heklu Arnardóttur, einum stofnenda Crowberry Capital, í fréttatilkynningu. Þar segir að auk Crowberry taki sjóðir og einstaklingar frá Íslandi, Danmörku og Kanada þátt í fjárfestingunni. Fjármagnið muni nýtast Prescriby við áframhaldandi hugbúnaðarþróun auk þess að styðja við markaðsstarf í Norður-Ameríku. Þegar komið í notkun hér á landi Talsverð umræða hafi verið um skaðleg áhrif ópíóíða og annarra ávanabindandi lyfja á heimsvísu síðastliðin ár og á Ísland þar með talið. Hugsjónin að baki Prescriby snúi að fyrirbyggjandi nálgun frá fyrstu uppáskrift til að koma í veg fyrir ávanabindingu og fíkn. Kerfið geri heilbrigðisstarfsfólki kleift að bjóða skjólstæðingum upp á örugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við lyfin til langs tíma. Stórt tækifæri liggi í snemmbúnum íhlutunum og ábyrgari notkun lyfjanna til að fækka þeim sem þróa með sér ávana og fíkn, en hingað til hafi áhersla á heimsvísu mestmegnis verið lögð á fíknimeðferðir sem hafi færst mikið í aukana á síðastliðnum árum. Kerfi Prescriby sé nú þegar komið í notkun á Íslandi og nýverið hafi samstarfsverkefni með Heilbrigðisráðuneytinu hafist varðandi innleiðingu og útbreiðslu kerfisins á landsvísu í apótekum og heilsugæslum. Verið sé að innleiða vöruna hjá stóru heilbrigðiskerfi í Kanada og nú þegar séu hafnar viðræður um innleiðingu kerfisins á völdum stöðum í Bandaríkjunum auk rannsóknarsamstarfs með Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Almenningi þyki erfitt að horfa upp á stöðuna „Kerfið byggir á íslensku hugviti og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með innleiðingu Prescriby erum við að tryggja skjólstæðingum sem þurfa sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf öruggustu meðferð sem fyrirfinnst. Markmiðið er skýrt, við höfum þróað nýjan og betri meðferðarstaðal með notkun Prescriby og við stefnum að því að kerfið verði partur af grunnþjónustu þegar meðferð slíkra lyfja er beitt. Heilbrigðisstarfsfólki og almenningi hefur þótt erfitt að horfa upp á stöðuna eins og hún hefur verið hingað til, vitandi að við höfum tækni og hugvit sem getur hjálpað við fyrirbyggingu á þróun fíknar,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Þórssyni lækni, framkvæmdastjóra og einum stofnenda Prescriby. Stofnendur auk Kjartans eru þeir Jóhannes Ingi Torfason tæknistjóri, Kevin Oram rekstrarstjóri og Lynn Bromley, fyrrverandi fylkisþingmaður fyrir Maine í Bandaríkjunum, situr sem stjórnarformaður. Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
„Vandamál ávanabindandi lyfja er gríðarstórt. Það sem vakti áhuga okkar á Prescriby er sú fyrirbyggjandi nálgun sem lausnin byggir á. Þar er lögð áhersla á að vera til staðar þegar fólk byrjar að nota lyf sem geta reynst ávanabindandi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sjúklingar ánetjist slíkum lyfjum. Svo virðist sem fáir samkepnisaðilar séu að leggja áherslu á þessa nálgun,“ er haft eftir Heklu Arnardóttur, einum stofnenda Crowberry Capital, í fréttatilkynningu. Þar segir að auk Crowberry taki sjóðir og einstaklingar frá Íslandi, Danmörku og Kanada þátt í fjárfestingunni. Fjármagnið muni nýtast Prescriby við áframhaldandi hugbúnaðarþróun auk þess að styðja við markaðsstarf í Norður-Ameríku. Þegar komið í notkun hér á landi Talsverð umræða hafi verið um skaðleg áhrif ópíóíða og annarra ávanabindandi lyfja á heimsvísu síðastliðin ár og á Ísland þar með talið. Hugsjónin að baki Prescriby snúi að fyrirbyggjandi nálgun frá fyrstu uppáskrift til að koma í veg fyrir ávanabindingu og fíkn. Kerfið geri heilbrigðisstarfsfólki kleift að bjóða skjólstæðingum upp á örugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við lyfin til langs tíma. Stórt tækifæri liggi í snemmbúnum íhlutunum og ábyrgari notkun lyfjanna til að fækka þeim sem þróa með sér ávana og fíkn, en hingað til hafi áhersla á heimsvísu mestmegnis verið lögð á fíknimeðferðir sem hafi færst mikið í aukana á síðastliðnum árum. Kerfi Prescriby sé nú þegar komið í notkun á Íslandi og nýverið hafi samstarfsverkefni með Heilbrigðisráðuneytinu hafist varðandi innleiðingu og útbreiðslu kerfisins á landsvísu í apótekum og heilsugæslum. Verið sé að innleiða vöruna hjá stóru heilbrigðiskerfi í Kanada og nú þegar séu hafnar viðræður um innleiðingu kerfisins á völdum stöðum í Bandaríkjunum auk rannsóknarsamstarfs með Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Almenningi þyki erfitt að horfa upp á stöðuna „Kerfið byggir á íslensku hugviti og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með innleiðingu Prescriby erum við að tryggja skjólstæðingum sem þurfa sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf öruggustu meðferð sem fyrirfinnst. Markmiðið er skýrt, við höfum þróað nýjan og betri meðferðarstaðal með notkun Prescriby og við stefnum að því að kerfið verði partur af grunnþjónustu þegar meðferð slíkra lyfja er beitt. Heilbrigðisstarfsfólki og almenningi hefur þótt erfitt að horfa upp á stöðuna eins og hún hefur verið hingað til, vitandi að við höfum tækni og hugvit sem getur hjálpað við fyrirbyggingu á þróun fíknar,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Þórssyni lækni, framkvæmdastjóra og einum stofnenda Prescriby. Stofnendur auk Kjartans eru þeir Jóhannes Ingi Torfason tæknistjóri, Kevin Oram rekstrarstjóri og Lynn Bromley, fyrrverandi fylkisþingmaður fyrir Maine í Bandaríkjunum, situr sem stjórnarformaður.
Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira