Rafnar kaupir Rafnar-Hellas Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2023 08:57 Verksmiðja Rafnars-Hellas í Grikklandi. Rafnar Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum styrkist alþjóðlegt tækni-, þjónustu- og framleiðsluteymi Rafnar verulega. Stefnt sé að því að auka framleiðslugetu Rafnar-Hellas strax á næsta ári, en hún sé nú um 25 bátar á ári. Gríska félagið hafi fyrst og fremst framleitt báta fyrir viðskiptavini Rafnar við Miðjarðarhafið, en hafi nýverið hafið að framleiða báta fyrir Bandaríkjamarkað, ásamt því að framleiða ómönnuð sjóför í samstarfi við stórt erlent tæknifyrirtæki, meðal annars fyrir viðskiptavin í Asíu. Spennandi tækifæri „Við höfum starfað náið með Rafnar-Hellas síðustu árin og þekkjum starfsfólkið og reksturinn vel. Þegar okkur bauðst að kaupa meirihluta í fyrirtækinu varð okkur strax ljóst að þetta væri spennandi tækifæri, sem við mættum ekki láta ganga okkur úr greipum. Eftirspurn eftir Rafnar bátum er mikil og verkefni okkar er að mæta þeirri eftirspurn, en um leið huga vel að gæðum og þróun framleiðslunnar,“ er haft eftir Birni Ársæli Péturssyni, stjórnarformanni Rafnar. „Við erum afar ánægð með að þessi kaup séu í höfn. Með því að eiga meirihlutann í því félagi sem framleiðir flesta báta með sérleyfi frá okkur getum við haft enn betri stjórn á vexti og þróun vörumerkisins. Við stefnum á að auka framleiðslugetuna í Grikklandi en það er mögulegt með minniháttar tilkostnaði og gerum ráð fyrir góðum tekjuvexti hjá Rafnar-Hellas á næsta ári,“ er haft eftir Benedikt Orra Einarssyni, framkvæmdastjóra Rafnar. Kaup og sala fyrirtækja Grikkland Nýsköpun Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum styrkist alþjóðlegt tækni-, þjónustu- og framleiðsluteymi Rafnar verulega. Stefnt sé að því að auka framleiðslugetu Rafnar-Hellas strax á næsta ári, en hún sé nú um 25 bátar á ári. Gríska félagið hafi fyrst og fremst framleitt báta fyrir viðskiptavini Rafnar við Miðjarðarhafið, en hafi nýverið hafið að framleiða báta fyrir Bandaríkjamarkað, ásamt því að framleiða ómönnuð sjóför í samstarfi við stórt erlent tæknifyrirtæki, meðal annars fyrir viðskiptavin í Asíu. Spennandi tækifæri „Við höfum starfað náið með Rafnar-Hellas síðustu árin og þekkjum starfsfólkið og reksturinn vel. Þegar okkur bauðst að kaupa meirihluta í fyrirtækinu varð okkur strax ljóst að þetta væri spennandi tækifæri, sem við mættum ekki láta ganga okkur úr greipum. Eftirspurn eftir Rafnar bátum er mikil og verkefni okkar er að mæta þeirri eftirspurn, en um leið huga vel að gæðum og þróun framleiðslunnar,“ er haft eftir Birni Ársæli Péturssyni, stjórnarformanni Rafnar. „Við erum afar ánægð með að þessi kaup séu í höfn. Með því að eiga meirihlutann í því félagi sem framleiðir flesta báta með sérleyfi frá okkur getum við haft enn betri stjórn á vexti og þróun vörumerkisins. Við stefnum á að auka framleiðslugetuna í Grikklandi en það er mögulegt með minniháttar tilkostnaði og gerum ráð fyrir góðum tekjuvexti hjá Rafnar-Hellas á næsta ári,“ er haft eftir Benedikt Orra Einarssyni, framkvæmdastjóra Rafnar.
Kaup og sala fyrirtækja Grikkland Nýsköpun Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira