„Nýsköpun er kraftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2023 21:53 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hélt um borð í Tý á Síldarminjarsafninu á Siglufirði í dag. Vísir/Tryggvi Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór. Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór.
Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02