Arnór tryggði Norrköping bikarsigur | Alfreð bjargaði stigi gegn toppliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 17:33 Arnór Ingvi var á skotskónum í dag. Twitter@ifknorrkoping Það var nóg um að vera hjá íslenskum knattspyrnumönnum í hinum ýmsu deildum og bikarkeppnum í evrópskum fótbolta í dag. Arnór Ingvi Traustason tryggði Íslendingaliði Norrköping sigur gegn GAIS í sænska bikarnum og Alfreð Finnbogason bjargaði stigi fyrir LYngby gegn toppliði Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping gegn GAIS í dag ásamt þeim Arnóri Sigurðssyni og Ara Frey Skúlasyni. Andri Lucas Guðjohnsen var hins vegar ótnotaður varamaður í leiknum. Það var svo Arnór Ingvi sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom Norrköping í forystu stuttu fyrir hálfleik. Norrköping vann því að lokum 1-0 útisigur og trónir á toppi sjöunda riðils eftir einn leik. Í viðureign Kalmar og Trelleborg voru þeir Davíð Kristján Ólafsson og Böðvar Böðvarsson í byrjunarliðum sinna liða, en Davíð og félagar í Kalmar unnu að lokum nauman 3-2 sigur. Þá reyndist Alfreð Finnbogason hetja Lyngby er hann bjargaði stigi fyrir liðið gegn toppliði Nordsjælland. Alfreð jafnaði metin í 1-1 á annarri mínútu uppbótartíma stuttu eftir að gestirnir í Nordsjælland höfðu misst mann af velli með rautt spjald. Lyngby situr þó enn á botni deildarinnar með aðeins níu stig eftir 18 leiki, en Nordsjælland trónir á toppnum með 36 stig. Í öðrum leikjum í dönsku deildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði FCK sem vann öruggan 3-0 útisigur gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum hans í Silkeborg og Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður fyrir OB er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Randers. Þá var Albert Guðmundsson í byrjunarliði Genoa er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Modena í ítölsku B-deildinni og í Belgíu máttu Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í OH Leuven þola 2-0 tap gegn Gent. Sænski boltinn Danski boltinn Ítalski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping gegn GAIS í dag ásamt þeim Arnóri Sigurðssyni og Ara Frey Skúlasyni. Andri Lucas Guðjohnsen var hins vegar ótnotaður varamaður í leiknum. Það var svo Arnór Ingvi sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom Norrköping í forystu stuttu fyrir hálfleik. Norrköping vann því að lokum 1-0 útisigur og trónir á toppi sjöunda riðils eftir einn leik. Í viðureign Kalmar og Trelleborg voru þeir Davíð Kristján Ólafsson og Böðvar Böðvarsson í byrjunarliðum sinna liða, en Davíð og félagar í Kalmar unnu að lokum nauman 3-2 sigur. Þá reyndist Alfreð Finnbogason hetja Lyngby er hann bjargaði stigi fyrir liðið gegn toppliði Nordsjælland. Alfreð jafnaði metin í 1-1 á annarri mínútu uppbótartíma stuttu eftir að gestirnir í Nordsjælland höfðu misst mann af velli með rautt spjald. Lyngby situr þó enn á botni deildarinnar með aðeins níu stig eftir 18 leiki, en Nordsjælland trónir á toppnum með 36 stig. Í öðrum leikjum í dönsku deildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði FCK sem vann öruggan 3-0 útisigur gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum hans í Silkeborg og Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður fyrir OB er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Randers. Þá var Albert Guðmundsson í byrjunarliði Genoa er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Modena í ítölsku B-deildinni og í Belgíu máttu Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í OH Leuven þola 2-0 tap gegn Gent.
Sænski boltinn Danski boltinn Ítalski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira