Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2023 23:31 Björgvin Páll varð fyrir óheppilegum meiðslum á hönd í gær. Hann mun spila með sauma í höndinni í komandi leik, gegn læknisráði. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður. Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Björgvin Páll lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í gær með þá ákvörðun KA og HSÍ að vilja ekki flýta leiknum - svo Valsmenn gætu flogið aftur suður beint eftir leik. Úr varð mikið yfirlýsingaflaum sitt á hvað, en lendingin varð að endingu sú að leiknum var flýtt og Valsmenn gátu flogið rakleiðis suðureftir. „Maður mætti þarna aðeins snemma til þess að spjalla við fólkið í kringum félagið. Þetta hefur ekkert með KA að gera, það er yndislegt félag sem ég held mikið upp á,“ segir Björgvin Páll. „Þetta er kannski sorglegt líka því að KA og önnur félög utan af landi lenda einmitt í þessari aðstöðu mjög oft og sjaldan er tekið tillit til þeirra í þessari aðstöðu,“ Svo það eru ekki nein særindi eða neitt slíkt eftir orðin sem látin voru falla í gær? „Nei, alls ekki. Ég á nú allt of marga vini þarna til þess að vera í einhverjum særindum. Ég kannski hefði þurft að vera eftir til að slökkva nokkra elda þarna undir restina,“ segir Björgvin og brosir við. Aldrei lent í slíku áður Valur vann leikinn 36-32 og eru nú með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Björgvin meiddist hins vegar snemma leiks og hans skrautlega degi langt í frá lokið. Hann brunaði beinustu leið á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsara og þurfti að fá sauma í höndina. „Ég fæ skot í puttann, eitthvað mjög skringilegt skot, sem ég hef aldrei lent í áður og það rifnar á milli fingranna. Ég fæ svona stórt gat og sé bara ofan í höndina á mér, öll liðböndin og draslið,“ „Ég þurfti svo bara að láta sauma fyrir þetta þegar ég kom á Slysó í gær,“ segir Björgvin Páll. Hundsar læknisráð vegna stórleiks Þrátt fyrir læknisráð um annað segist Björgvin ekki geta látið þetta koma í veg fyrir þátttöku sína í afar mikilvægum leik Vals við Benidorm í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Hann æfi ekki þangað til en muni þar spila með saumana í höndinni. „Ég gef mér þessa tvo til þrjá daga á milli til að slaka á og gefa þessu smá pásu. Læknirinn vildi nú meina að ég þyrfti aðeins meiri pásu heldur en tvo til þrjá daga fyrir svona saum að gróa,“ segir Björgvin Páll. „En hjúkkan var fljót að segja að ég væri þannig gaur að ég hlýddi nú aldrei, þannig að það þýðir ekkert að segja mér til. Ég fékk svo bara ráðleggingar frá þeim hvernig ég ætti teipa þetta og loka þessu þegar í leikinn er komið,“ „Þetta stoppar mig ekkert frá því að taka þátt í þessu frábæra verkefni sem fram undan er á móti Benidorm.“ sagði Björgvin Páll að endingu. Leikur Vals og Benidorm er klukkan 19:30 á þriðjudaginn kemur. Hann verður líkt og aðrir leikir Vals í Evrópu í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira