Opnar sig um þunglyndi: „Mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 09:00 Kahn vill losa um skömmina sem fylgir þunglyndi og opna umræðuna. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München og fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur opnað sig um þunglyndi sem hann hefur glímt við um hríð. Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar. Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Einn af hápunktum Kahn á ferlinum var á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins, fram yfir brasilísku stjörnuna Ronaldo, er Þýskaland hlaut silfur. Þeir þýsku töpuðu einmitt fyrir Brasilíu í úrslitum þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Kahn missti skot Rivaldo fyrir fætur hans. „Tveir milljarðar manna sáu mig bregðast,“ segir Kahn um augnablikið. Í þýskum hlaðvarpsþætti segir Kahn frá því að hann vilji opna umræðuna um þunglyndi, sem hann hafi glímt við á sínum langa ferli. Ferillinn búinn ef þetta hefði spurst út Út á við var Kahn harður í horn að taka, holdgervingur karlmennskunnar, og fátt virtist geta slegið hann út af laginu, eða haft djúpstæð áhrif á sálartetrið. Hann segir að sá frontur hafi tekið mikið á hann og kveðst hafa „verið úrvinda“ og fundið fyrir kulnun. Marga daga hafi hann átt erfitt með að komast upp stiga heima hjá sér. Kahn lætur Heiðar Helguson heyra það á Laugardalsvelli árið 2003.Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Hann segist hafa hitt sálfræðing frá því seint á tíunda áratugnum. Kahn hafi frelsast við það viðhorf sem mætti honum hjá sálfræðingnum, sem hlustaði á það sem hann sagði og hjálpaði honum að þróa áætlun til vellíðunar - sem var algjörlega andsnúið við þau ráð sem hann fékk annars staðar frá á þeim tíma - að hann ætti einfaldlega að „taka sig saman í andlitinu“. Sálfræðitímarnir voru hins vegar algjört leyndarmál. „Þetta mátti ekki spyrjast út undir neinum kringumstæðum,“ segir Kahn sem segir það hefði getað markað enda ferils hans á þeim tíma þar sem kúltúrinn var slíkur og tíðarandinn annar. „Ég hef alltaf fundið fyrir þessum einkennum, þessari þreytu og kulnun, það þurfti mikinn styrk til,“ segir Kahn. „Ég vildi breyta hlutum, sjálfi mínu í starfi, ég vildi ekki flýja,“ segir Kahn sem vill losa um skömmina (e. stigma) sem fylgir sjúkdómnum og hvetur fólk í hans stöðu til að leita sér hjálpar.
Þýski boltinn Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira