Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:48 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni í leik dagsins. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu. „Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
„Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira