Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 22:43 Robert Eugene Turner III átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða. Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24