Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 08:00 Max Montana er með hátt í 20 þúsund fylgjendur á TikTok og tæplega 40 þúsund á Instagram en systir hans er þó mun vinsælli. TikTok og Instagram/@maxx.montana Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51
Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16