Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálfsjálfvirkur riffill gerður upptækur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 09:34 Maðurinn var dæmdur til greiðslu hundrað þúsund króna sektar. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi. Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr. Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn. Taldi riffilinn löglegan Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök. Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann. Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira