Allt stopp á lokametrunum Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust. Innlent 21.8.2025 17:40
Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Innlent 21.8.2025 10:32
Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. Innlent 21.8.2025 07:32
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. Innlent 13. ágúst 2025 16:13
Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Innlent 13. ágúst 2025 15:18
Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna. Innlent 12. ágúst 2025 10:26
„Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. Innlent 11. ágúst 2025 15:36
Svara til saka eftir tvær vikur Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. Innlent 11. ágúst 2025 10:30
Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 8. ágúst 2025 14:30
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Innlent 8. ágúst 2025 09:26
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Innlent 6. ágúst 2025 19:49
Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti. Innlent 5. ágúst 2025 13:10
Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Karl og kona eru grunuð um líkamsárás, frelsisviptingu og byrlun í lok júlímánaðar. Þau eru talin hafa framið umrædd brot á áfangaheimili í Reykjavík þar sem þau hafi neytt mann til að neyta fíkniefna, svo ráðist á hann, og síðan stolið lyfjum hans. Innlent 5. ágúst 2025 12:19
Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins. Innlent 4. ágúst 2025 21:40
Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. Innlent 1. ágúst 2025 15:41
Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Innlent 1. ágúst 2025 09:11
Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hvalur hf. hyggst höfða mál á hendur ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið telur sig hafa beðið vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar tímabundið sumarið 2023. Viðskipti innlent 31. júlí 2025 10:22
Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. Innlent 30. júlí 2025 18:32
Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. Innlent 29. júlí 2025 10:34
Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum. Innlent 23. júlí 2025 14:41
Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða konu sem slasaðist í alvarlegu sláttuvélarslysi við sumarbústað sinn bætur og lögmannskostnað. Konan stóð í miklu stappi við tryggingafélagið og neyddist til að leita liðsinnis lögmanns til að sækja rétt sinn. Dómur í málinu var afdráttarlaus. Fólk sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem það eigi rétt á. Innlent 22. júlí 2025 15:01
Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Innlent 22. júlí 2025 11:03
Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Litáískur karlmaður, sem var á dögunum sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, var sakfelldur fyrir að ráðast á hinn látna. Fyrir vikið dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hann tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 21. júlí 2025 22:56
Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi á heimili hans. Meint nauðgun er sögð hafa átt sér stað í febrúar í fyrra. Innlent 20. júlí 2025 14:01