Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2020 16:36 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og eiginkona hans óskaði eftir vægustu mögulegu refsingu. Karlmaðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum og þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra, kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma þannig að hendur þeirra beggja skullu í andlit hennar. Því næst er honum gefið að sök að hafa slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt henni niður í sófann og hótað því að hún færi ekki út án hans eða í líkpoka. Urðu afleiðingarnar þær að konan hlaut sár og bólgu í andliti, sprungna vör, brot í framtönn hægra megin, roða og fleiður yfir gagnauga, þreyfieymsli yfir hægra kinnbeini og yfir brjóstkassa hægra megin og mar þar yfir. Margdæmdur Karlmaðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið fangelsisdóma fyrir brot sín. Sum málin urðu fjölmiðlamál og ollu hneykslan í þjóðfélaginu vegna grófleika. Hann er ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness til að gæta hagsmuna eiginkonu hans, brotaþola í málinu. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í ágúst 2009 fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot og afplánaði rúmlega sjö mánaða refsingu áður en hann hlaut reynslulausn. Þá var hann í október 2011 dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Næst hlaut ákærði dóm 17. apríl 2015 en þá var hann dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás. Var um að ræða hegningarauka og fyrri reynslulausn dæmd upp. Loks var ákærði 20. júlí 2015 dæmdur í fangelsi í þrjú ár og tvo mánuði, þar af þrjú ár skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir minni háttar líkamsárás og rán. Var hér einnig um hegningarauka að ræða. Hann lauk afplánun hins óskilorðsbundna hluta dómsins 12. júní 2018. Einlæg iðrun og beiðni eiginkonunnar Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot ákærða, sem hann er nú sakfelldur fyrir, var framið í apríl 2018. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dómsins frá 20. júlí 2015. Því beri nú að taka upp þann hluta dómsins og dæma með máli þessu samkvæmt reglum 60. gr. almennra hegningarlaga. Heimild er til að hafa dóminn skilorðsbundinn. Í málinu lá fyrir beiðni eiginkonunnar um að eiginmaðurinn fengi þá vægustu refsingu sem lög framast leyfa. Með hliðsjón af því, skýlausri játningu mannsins og einlægri iðrun, og því hve langt er um liðið frá því að brotið var framið, var karlmaðurinn dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna af sömu rökum til tveggja ára haldi hann almennt skilorði.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira