Mikil eftirspurn eftir stuðningslánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2020 21:00 Fækkun ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í geiranum. Vísir/Vilhelm Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Mikil eftirspurn hefur verið eftir stuðningslánum hjá viðskiptabönkunum. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankanir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hefur ríkistjórnin kynnt fjölmargar aðgerðir til handa fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi. Við sögðum frá því í gær að ríkissjóður hefur þegar greitt um 272 fyrirtækjum tæpa átta milljarða í hluta launakostnaðar á uppsagnafresti starfsfólks. Gert er ráð fyrir að allt að 27 milljarða króna fari í heild í úrræðið. Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar hefur sagt í fréttum okkar að þörf sé á frekari úrræðum frá ríkisstjórninni þar sem langflest fyrirtæki í greininni séu að leggjast í dvala. Þá þurfi bankarnir að styðja vel við fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu næstu misseri. Fréttastofa leitaði svara frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka um hver eftirspurnin hefur verið eftir þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa kynnt og hvernig hefur gengið að afgreiða þau í bönkunum. Allir bankarnir hafa fengið fjölmargar umsóknir um stuðningslán með ríkisábyrgð en í upphafi voru veittar allt að tíu milljónir króna með 100% ábyrgð og nú er hægt að sækja um allt að 40 milljónir með 85% ríkisábyrgð. Þessi lán verða veitt til áramóta. Bankarnir hafa veitt 530 slík lán. Hins vegar hafa einungis Arion banki og Landsbanki veitt sitt hvort viðbótarlánið en það eru lán með 18 mánaða ríkisábyrgð. Þá eru innan við 20 fyrirtæki komin í greiðsluskjól hjá bönkunum. Misjafnt er milli bankanna hvort margir hafi sótt um framhald á frystingu lána. Þá eru allir bankarnir á einu máli um að við mat á ferðaþjónustufyrirtæki sé miðað við rekstrarsögu fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. 14. september 2020 19:30
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05