Lögreglumaðurinn á Klapparstíg gekk mun lengra en tilefni var til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2020 10:00 Lögreglumaðurinn fór offari að mati héraðsdóms. Hann hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en blaðamaður sat aðalmeðferð málsins í janúar. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra slegið gest á Irishman Pub við Klapparstíg í höfuðið þegra hann setti hann inn í lögreglubifreið. Var hann sakaður um að hafa í framhaldinu slegið hann tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð og þvingað handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem gesturinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Samstarfskona studdi framburð lögreglumannsins Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að meðal málsgagna voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Annars vegar frá Irishman Pub og hins vegar úr „eyewitness-búnaði" í lögreglubílnum. Síðari myndavélin sýnir best hvað gekk á þegar gesturinn var færður í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn neitaði að hafa slegið aftan í höfuð gestsins en viðurkenndi að hafa lagt lófa sinn hratt á höfuð hans og rykkt því fram svo hægt væri að leggja gestinn inn í bílinn. Það hafi ekki gerst blíðlega. Framburður lögreglumannsins fékk stoð í framburði samstarfskonu hans á vettvangi. Hún neitaði því að lögreglumaðurinn hefði slegið gestinn í höfuðið. Myndbandsupptaka tók ekki af tvímæli um það hvort lögreglumaðurinn hefði slegið aftan í höfuð gestsins og var lögreglumaðurinn því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Ófær um að veita mótspyrnu Lögreglumaðurinn neitaði því einnig að hafa slegið gestinn tveimur höggum í andlit þegar sá síðarnefndi lá handjárnaður á gólfi lögreglubílsins. Hann viðurkenndi þó að hafa pikkað tvívegis í höfuð hans með fingurgómnum til þess að ná athygli hans. Tók hann fram að aðferðin væri ekki viðurkennd í Lögregluskólanum og skildi hann gagnrýni á aðferðina. Héraðsdómi þótti framburður lögreglumannsins ekki samrýmast myndbandsupptöku af atvikinu. „Þar má glöggt sjá að ákærði slær brotaþolag tvisvar í andlitið með handarbaki kreppts hnefa,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Þótt höggin sýnist ekki föst fær dómarinn ekki séð að nokkurt tilefni hafi verið til þeirra þar sem gesturinn var ófærður um að veita mótspyrnu, liggjandi á maganum í handjárnum fyrir aftan bak. Var lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir þennan hluta ákærunnar. „Er ekki allt í lagi?“ Dómurinn taldi sömuleiðis ekkert tilefni til þeirrar háttsemi lögreglumannsins að setja hné sitt á höfuð gestsins þótt í skamma stund væri. Sömuleiðis að þvinga handlegg hans í sársaukastöðu fyrir aftan bak á gólfi lögreglubifreiðarinnar í því eina skyni að gesturinn gæfi upp nafn sitt. Mátti heyra af upptökunni að sú aðferð hafi valdið gestinum verulegum þjáningum. Svo hátt öskraði gesturinn að samstarfskona lögreglumannsins, sem sat í framsætinu, heyrðist segja: „Er ekki allt í lagi?“ Dómurinn segir með engu móti hægt að fallast á að slíkar aðfarir teljist viðurkenndar valdbeitingaraðferðir lögreglu. Aðfarir lögreglumannsins voru að mati héraðsdóms án tilefnis, gesturinn var varnarlaus og handjárnaður fyrir aftan bak og verður ekki séð af myndbandinu að hann hafi reynt að veita mótspyrnu. Er fallist á það með ákæruvaldinu að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða. Við mat refsingu leit dómurinn til þess að lögreglumaðurinn hefði ekki áður sætt refsingu. Á hinn bóginn hefði hann sem lögreglumaður verið fundinn sekur um að hafa af ásetningi beitt ólögmætum valdbeitingaraðerðum og gengið mun lengra í beitingu valds en tilefni var til. Var refsingin metin hæfileg 45 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Engar bætur Gesturinn krafðist 2,7 milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna árásarinnar auk vaxta- og málskostnaðar. Lagði hann fram læknisvottorð ritað í maí 2019 af sérfræðingi á slysa- og bráðadeild Landspítalans. Þar lýsti læknirinn komu gestsins á bráðamóttöku í apríl 2019 um mánuði eftir árásina. Hafði læknirinn eftir gestinum að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og muni ekki allt sem gerðist. Lögreglumenn hefðu gripið í sig, slengt í jörðina og haldið sér niðri. Hafi hann ekki fengið höfuðhögg og engin áverkamerki og því leitað strax til læknis. Síðan hafi hann hins vegar fundið fyrir miklum stífleika í herðum og hálsi og átt erfitt með að hreyfa sig um hálsinn. Einnig hafi honum fundist að dofi væri í vinstri hluta andlits sem teygði sig frá hársverði fram að auga. Læknir fann engin áverkamerki á höfði og engin eymsli yfir andlitsbeinum. Greining læknisins var tognun og ofreynsla á hálshrygg. Læknirinn staðfesti vottorð sitt fyrir dómi og sagðist ekki geta útilokað að lýsing gestsins á einkennum gætu verið afleiðingar af valdbeitingu lögreglu fimm vikum áður. Dómurinn taldi verulega skorta á að sannað væri að einkennin mætti rekja til handtökunnar. Var bótakröfunni því vísað frá dómi vegna vanreifunnar. Dómsmál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Ákærði lögreglumaðurinn segir gestinn fyrst hafa boðið upp á skítkast og svo mikið leikrit Þrítugur lögreglumaður sem sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi segist hvorki hafa farið offari né beitt ólögmætum aðferðum við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan Irishman Pub aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Honum finnist karlmaðurinn hafa sett upp leikþátt við handtökuna. 30. janúar 2020 13:00 Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. 21. janúar 2020 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Þrítugur lögreglumaður sem sakfelldur var í Héraðsdómi í Reykjanesi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi gekk mun lengra en tilefni var til að mati dómara. Dómur var kveðinn upp í gær en ekki birtur á vefsíðu dómstólsins fyrr en í dag. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en blaðamaður sat aðalmeðferð málsins í janúar. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra slegið gest á Irishman Pub við Klapparstíg í höfuðið þegra hann setti hann inn í lögreglubifreið. Var hann sakaður um að hafa í framhaldinu slegið hann tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð og þvingað handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem gesturinn lá á gólfi lögreglubifreiðar. Samstarfskona studdi framburð lögreglumannsins Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að meðal málsgagna voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Annars vegar frá Irishman Pub og hins vegar úr „eyewitness-búnaði" í lögreglubílnum. Síðari myndavélin sýnir best hvað gekk á þegar gesturinn var færður í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn neitaði að hafa slegið aftan í höfuð gestsins en viðurkenndi að hafa lagt lófa sinn hratt á höfuð hans og rykkt því fram svo hægt væri að leggja gestinn inn í bílinn. Það hafi ekki gerst blíðlega. Framburður lögreglumannsins fékk stoð í framburði samstarfskonu hans á vettvangi. Hún neitaði því að lögreglumaðurinn hefði slegið gestinn í höfuðið. Myndbandsupptaka tók ekki af tvímæli um það hvort lögreglumaðurinn hefði slegið aftan í höfuð gestsins og var lögreglumaðurinn því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Ófær um að veita mótspyrnu Lögreglumaðurinn neitaði því einnig að hafa slegið gestinn tveimur höggum í andlit þegar sá síðarnefndi lá handjárnaður á gólfi lögreglubílsins. Hann viðurkenndi þó að hafa pikkað tvívegis í höfuð hans með fingurgómnum til þess að ná athygli hans. Tók hann fram að aðferðin væri ekki viðurkennd í Lögregluskólanum og skildi hann gagnrýni á aðferðina. Héraðsdómi þótti framburður lögreglumannsins ekki samrýmast myndbandsupptöku af atvikinu. „Þar má glöggt sjá að ákærði slær brotaþolag tvisvar í andlitið með handarbaki kreppts hnefa,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Þótt höggin sýnist ekki föst fær dómarinn ekki séð að nokkurt tilefni hafi verið til þeirra þar sem gesturinn var ófærður um að veita mótspyrnu, liggjandi á maganum í handjárnum fyrir aftan bak. Var lögreglumaðurinn sakfelldur fyrir þennan hluta ákærunnar. „Er ekki allt í lagi?“ Dómurinn taldi sömuleiðis ekkert tilefni til þeirrar háttsemi lögreglumannsins að setja hné sitt á höfuð gestsins þótt í skamma stund væri. Sömuleiðis að þvinga handlegg hans í sársaukastöðu fyrir aftan bak á gólfi lögreglubifreiðarinnar í því eina skyni að gesturinn gæfi upp nafn sitt. Mátti heyra af upptökunni að sú aðferð hafi valdið gestinum verulegum þjáningum. Svo hátt öskraði gesturinn að samstarfskona lögreglumannsins, sem sat í framsætinu, heyrðist segja: „Er ekki allt í lagi?“ Dómurinn segir með engu móti hægt að fallast á að slíkar aðfarir teljist viðurkenndar valdbeitingaraðferðir lögreglu. Aðfarir lögreglumannsins voru að mati héraðsdóms án tilefnis, gesturinn var varnarlaus og handjárnaður fyrir aftan bak og verður ekki séð af myndbandinu að hann hafi reynt að veita mótspyrnu. Er fallist á það með ákæruvaldinu að lögreglumaðurinn hafi farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða. Við mat refsingu leit dómurinn til þess að lögreglumaðurinn hefði ekki áður sætt refsingu. Á hinn bóginn hefði hann sem lögreglumaður verið fundinn sekur um að hafa af ásetningi beitt ólögmætum valdbeitingaraðerðum og gengið mun lengra í beitingu valds en tilefni var til. Var refsingin metin hæfileg 45 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Engar bætur Gesturinn krafðist 2,7 milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna árásarinnar auk vaxta- og málskostnaðar. Lagði hann fram læknisvottorð ritað í maí 2019 af sérfræðingi á slysa- og bráðadeild Landspítalans. Þar lýsti læknirinn komu gestsins á bráðamóttöku í apríl 2019 um mánuði eftir árásina. Hafði læknirinn eftir gestinum að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og muni ekki allt sem gerðist. Lögreglumenn hefðu gripið í sig, slengt í jörðina og haldið sér niðri. Hafi hann ekki fengið höfuðhögg og engin áverkamerki og því leitað strax til læknis. Síðan hafi hann hins vegar fundið fyrir miklum stífleika í herðum og hálsi og átt erfitt með að hreyfa sig um hálsinn. Einnig hafi honum fundist að dofi væri í vinstri hluta andlits sem teygði sig frá hársverði fram að auga. Læknir fann engin áverkamerki á höfði og engin eymsli yfir andlitsbeinum. Greining læknisins var tognun og ofreynsla á hálshrygg. Læknirinn staðfesti vottorð sitt fyrir dómi og sagðist ekki geta útilokað að lýsing gestsins á einkennum gætu verið afleiðingar af valdbeitingu lögreglu fimm vikum áður. Dómurinn taldi verulega skorta á að sannað væri að einkennin mætti rekja til handtökunnar. Var bótakröfunni því vísað frá dómi vegna vanreifunnar.
Dómsmál Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Ákærði lögreglumaðurinn segir gestinn fyrst hafa boðið upp á skítkast og svo mikið leikrit Þrítugur lögreglumaður sem sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi segist hvorki hafa farið offari né beitt ólögmætum aðferðum við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan Irishman Pub aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Honum finnist karlmaðurinn hafa sett upp leikþátt við handtökuna. 30. janúar 2020 13:00 Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. 21. janúar 2020 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29
Ákærði lögreglumaðurinn segir gestinn fyrst hafa boðið upp á skítkast og svo mikið leikrit Þrítugur lögreglumaður sem sætir ákæru fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi segist hvorki hafa farið offari né beitt ólögmætum aðferðum við handtöku karlmanns á sjötugsaldri fyrir utan Irishman Pub aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Honum finnist karlmaðurinn hafa sett upp leikþátt við handtökuna. 30. janúar 2020 13:00
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. 21. janúar 2020 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent