NBA-stjarna minnist fyrrverandi leikmanns Keflavíkur: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 16:39 DeMarcus Cousins lék með Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar á síðasta tímabili. Cousins og félagar töpuðu þá, 4-2, fyrir Toronto Raptors. getty/Steve Russell Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18. NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18.
NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira