Simpson kom öllum á óvart og landaði sigri á nýju mótsmeti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 08:30 Simpson gat leyft sér að brosa eftir sigurinn í nótt. Streeter Lecka/Getty Images Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari. Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari.
Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30