Versta forsíða sem Solskjær hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 10:45 Ole Gunnar Solskjær. Getty/John Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en sáttur með forsíðu ítalska blaðsins Corriere dello Sport á fimmtudaginn en hann var spurður út í hana á blaðamannafundi í dag. Corriere dello Sport stillti þeim Romelu Lukaku og Chris Smalling upp á móti hvorum öðrum undir fyrirsögninni „Black Friday“ eða „Svartur föstudagur“. Lið þeirra Internazionale og Roma mætast í ítölsku deildinni í kvöld.'Black Friday': Italian newspaper Corriere dello Sport in race storm after printing shocking headline to preview reunion of former Man United team-mates Romelu Lukaku and Chris Smalling https://t.co/LTpdMWFFyn — MailOnline Sport (@MailSport) December 5, 2019 Romelu Lukaku og Chris Smalling spiluðu undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United í fyrra en United seldi Romelu Lukaku til Internazionale og lánaði Smalling til Roma. Lukaku sagði fyrirsögnina vera eina þá heimskustu sem hann hafði séð og Smalling bað ritstjóra um að huga betur út í hversu mikil áhrif þeir hafa. Romelu Lukaku segir þetta dæmi um það að menn séu enn í dag að ýta undir rasisma og fordóma á Ítalíu.Ole Gunnar Solskjaer forthright in his 'Black Friday' headline assessment. "See the paper? Wow. Really. Is that possible. It is the worst front page I have ever seen. We have been in touch with him to let him know we back him. And Romelu." — Simon Stone (@sistoney67) December 6, 2019 „Sá ég blaðið. Vá. Í alvöru? Er þetta bara hægt í dag? Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Ég hef verið í sambandið við Chris til að láta hann vita af því að við stöndum með honum. Og með Romelu líka,“ sagði Solskjær. Ítalir hafa verið í miklum vandræðum með kynþáttafordóma á fótboltaleikjum og hafa menn eins og Mario Balotelli þurft að finna það á eigin skinni. Svona blaðamennska er því ekki að hjálpa mönnum í baráttunni við að útrýma slíkum ósóma á forsíðu stærstu íþróttablaða landsins. Corriere dello Sport hefur skiljanlega fengið mikla gagnrýni og þá hafa bæði Internazionale og Roma ákveðið að slíta öllum samskiptum við blaðamenn þess.Romelu Lukaku says the 'Black Friday' headline used by Italian newspaper Corriere dello Sport is "one of the dumbest" he has seen. More here: https://t.co/ayicEIh5Xnpic.twitter.com/moxa1R1xCD — BBC Sport (@BBCSport) December 5, 2019
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira