Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 09:20 Freyja Haraldsdóttir þegar mál hennar var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55