Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2019 17:00 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Vísir/arnar Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. Það hafi verið gert vegna ljósboga sem myndaðist innan í einu kerinu, en starfsfólk álversins hafi aldrei áður séð viðlíka ljósboga. Enginn hafi þó verið að vinna við umrætt ker og því ekki mikil hætta á ferðum.Slökkva þurfti á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, segir að ákvörðunin um að slökkva á kerinu eigi sér langan aðdraganda. Skortur hafi verið á því súráli sem álverið reiðir sig alla jafna á og fyrir vikið hafi þau að undanförnu þurft að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum,“ eins og Rannveig kemst að orði. Það hafi haft þau áhrif að kerin hafa orðið „veik,“ þ.e.a.s. að þau gangi ekki eins vel og þau eru vön. Um liðna helgi hafi þetta svo orðið til þess að ljósbogi myndaðist inni í einu kerinu.„Við gangsetjum skálann og sjáum að þetta geti gerst annars staðar og ég tek því þá ákvörðun að taka allan skálann út og hætta að reka hann, því hann var ekki í lagi lengur,“ segir Rannveig. Hún undirstrikar að ljósboginn hafi myndast inni í kerinu, en ekki á milli kersins og einhvers annars. Sjálfvirkur ljósbogavarnarbúnaður hafi slegið út rafmagni til kersins á örfáum sekúndubrotum. Rannveig segir að enginn hafi verið að vinna við kerið þegar ljósboginn myndaðist og því ekki mikil hætta á ferðum í þessu tifelli. „En við höfum ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður. Þannig að við tókum ekki áhættu á neinum öryggismálum,“ segir forstjórinn. Rannveig segir að þrátt fyrir að sama, óvenjulega súrál sé í notkun í öðrum kerjum skálans sé ekki talin mikin hætta á að sambærilegar aðstæður myndist aftur. Önnur ker sem eru „veik“ séu aukinheldur „á batavegi.“ Aðspurð um hversu langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang vísar Rannveig til bilunar sem varð í skálanum árið 2006. Þá hafi tekið 10 vikur að ná fullri framleiðslu aftur, en þá hafi þó verið örlítið aðrar aðstæður uppi og skálinn betur búinn til endurræsingar en í þessu tilfelli. Það sé því ekki hægt að segja á þessu stigi hveru langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang. Rannveig segir ljóst að fjárhagslegt tjón verður nokkuð, öryggismálin séu þó ofar öllu. Hún treystir sér ekki til að áætla hver fjárhagslegt tjón verður - „við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni,“ segir Rannveig en viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér að ofan. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. Það hafi verið gert vegna ljósboga sem myndaðist innan í einu kerinu, en starfsfólk álversins hafi aldrei áður séð viðlíka ljósboga. Enginn hafi þó verið að vinna við umrætt ker og því ekki mikil hætta á ferðum.Slökkva þurfti á kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í gær. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi tjáði Vísi í gær að það hefði verið gert vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til þess að annað súrál hafi verið notað en venjulega. Lokunin hafi átt að tryggja öryggi starfsmanna. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, segir að ákvörðunin um að slökkva á kerinu eigi sér langan aðdraganda. Skortur hafi verið á því súráli sem álverið reiðir sig alla jafna á og fyrir vikið hafi þau að undanförnu þurft að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum,“ eins og Rannveig kemst að orði. Það hafi haft þau áhrif að kerin hafa orðið „veik,“ þ.e.a.s. að þau gangi ekki eins vel og þau eru vön. Um liðna helgi hafi þetta svo orðið til þess að ljósbogi myndaðist inni í einu kerinu.„Við gangsetjum skálann og sjáum að þetta geti gerst annars staðar og ég tek því þá ákvörðun að taka allan skálann út og hætta að reka hann, því hann var ekki í lagi lengur,“ segir Rannveig. Hún undirstrikar að ljósboginn hafi myndast inni í kerinu, en ekki á milli kersins og einhvers annars. Sjálfvirkur ljósbogavarnarbúnaður hafi slegið út rafmagni til kersins á örfáum sekúndubrotum. Rannveig segir að enginn hafi verið að vinna við kerið þegar ljósboginn myndaðist og því ekki mikil hætta á ferðum í þessu tifelli. „En við höfum ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður. Þannig að við tókum ekki áhættu á neinum öryggismálum,“ segir forstjórinn. Rannveig segir að þrátt fyrir að sama, óvenjulega súrál sé í notkun í öðrum kerjum skálans sé ekki talin mikin hætta á að sambærilegar aðstæður myndist aftur. Önnur ker sem eru „veik“ séu aukinheldur „á batavegi.“ Aðspurð um hversu langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang vísar Rannveig til bilunar sem varð í skálanum árið 2006. Þá hafi tekið 10 vikur að ná fullri framleiðslu aftur, en þá hafi þó verið örlítið aðrar aðstæður uppi og skálinn betur búinn til endurræsingar en í þessu tilfelli. Það sé því ekki hægt að segja á þessu stigi hveru langan tíma það mun taka að koma skálanum aftur í gang. Rannveig segir ljóst að fjárhagslegt tjón verður nokkuð, öryggismálin séu þó ofar öllu. Hún treystir sér ekki til að áætla hver fjárhagslegt tjón verður - „við erum alltaf í stórum tölum í stóriðjunni,“ segir Rannveig en viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér að ofan.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45