Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2019 07:30 Jóhann Helgason í Hljóðrita þar sem Söknuður var tekinn upp. Fréttablaðið/Eyþór Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. Öllum kröfum Jóhanns er hafnað en ekki er gerð athugasemd við að málið verið rekið í Los Angeles. Um er að ræða fyrirtækin Warner Bros. Records, Universal-Polygram International Publishing, UMG Recordings og Peermusic. Eins og fram hefur komið telur Jóhann Helgason að lagið You Raise Me Up sé í raun stuldur á lagi hans Söknuði sem kom út á plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar árið 1977. Fyrirtækjunum Spotify og Apple – vegna iTunes – sem upphaflega var einnig stefnt í málinu hefur af hálfu Michaels Machat, lögmanns Jóhanns, verið sleppt úr stefnunni í bili til að einfalda málareksturinn. Þau og fleiri aðilar sem Jóhann telur hafa hagnast af hugverki hans í gegn um You raise me up gætu bæst við stefnuna á síðari stigum. Höfundar lags og texta You raise me up, hinn norski Rolf Løvland og Írinn Brendan Graham, hafa enn ekki tilnefnt lögmenn til þess að verjast stefnu Jóhanns fyrir sitt leyti. Dómarinn Andre Birotte Jr. ákvað 8. febrúar síðastliðinn að lögmenn aðila mæti í fyrsta sinn í dóminn 10. maí næstkomandi til að ákveða dagskrá málsins í framhaldinu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. Öllum kröfum Jóhanns er hafnað en ekki er gerð athugasemd við að málið verið rekið í Los Angeles. Um er að ræða fyrirtækin Warner Bros. Records, Universal-Polygram International Publishing, UMG Recordings og Peermusic. Eins og fram hefur komið telur Jóhann Helgason að lagið You Raise Me Up sé í raun stuldur á lagi hans Söknuði sem kom út á plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar árið 1977. Fyrirtækjunum Spotify og Apple – vegna iTunes – sem upphaflega var einnig stefnt í málinu hefur af hálfu Michaels Machat, lögmanns Jóhanns, verið sleppt úr stefnunni í bili til að einfalda málareksturinn. Þau og fleiri aðilar sem Jóhann telur hafa hagnast af hugverki hans í gegn um You raise me up gætu bæst við stefnuna á síðari stigum. Höfundar lags og texta You raise me up, hinn norski Rolf Løvland og Írinn Brendan Graham, hafa enn ekki tilnefnt lögmenn til þess að verjast stefnu Jóhanns fyrir sitt leyti. Dómarinn Andre Birotte Jr. ákvað 8. febrúar síðastliðinn að lögmenn aðila mæti í fyrsta sinn í dóminn 10. maí næstkomandi til að ákveða dagskrá málsins í framhaldinu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30