Innlent

Stór­bætt af­koma ör­yrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kemur í myndver í kvöldfréttum og ræðir þessar breytingar.

Minnst átta hundruð hafa látist í jarðaskjálftum sem riðu yfir Afganistan í gærkvöldi. Illa hefur gengið að nálgast mörg af verst förnu þorpunum, sem liggja í miklu fjalllendi.

Tvö ár eru síðan rekstur skiptistöðvar Strætó í Mjódd var auglýstur af borginni og enn hefur ekki verið samið við nýjan rekstraraðila. Varaborgarfulltrúi segir ástandið óviðunandi og niðurlægjandi fyrir hverfið.

Árlegt freyðivínshlaup var ræst klukkan sex. Mestu skvísur landsins hlaupa í sumarkjólum og dreypa á víni í Elliðaárdalnum. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og við hittum á landsliðsmenn í körfubolta, sem fara yfir vonbrigði helgarinnar í Póllandi.

Í Íslandi í dag verður rætt við Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafa um lífseigustu mýturnar í fjármálum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samstilltum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×