Hefur aldrei hitt Harry tengdason sinn og þurfti að kalla hann „H“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:30 Thomas Markle veitti Good Morning Britain fyrsta einkaviðtalið eftir brúðkaup Meghan og Harry. Skjáskot/ITV Thomas Markle, faðir Meghan Markle, var í einkaviðali í IVT þættinum Good Morning Britain í dag um dóttur sína, samband sitt við Harry prins og að missa af konunglega brúðkaupinu. Í viðalinu talaði hann einstaklega fallega um dóttur sína. „Ég er mjög stoltur af henni,“ sagði Thomas um Meghan. Hann sagði einnig að hún hafi verið prinsessan sín frá því hún fæddist.Þurfti að kalla hann „H“ „Pabbi ég er kominn með nýjan kærasta,“ var það fyrsta sem Thomas heyrði frá dóttur sinni um Harry. Í næsta símtali sagði hún að hann væri breskur en í því þriðja sagði hún „Hann er prins.“ Thomas sagði í viðtalinu að Meghan hafi þá sagt að þetta væri Harry en að þau þyrftu að tala um hann sem „H“ svo enginn kæmist að þessu, enda var samband þeirra ekki komið í fjölmiðla á þessum tímapunkti. Thomas sagði í viðtalinu að það hafi verið Meghan sem sagði honum fyrst frá því að það væri konunglegt brúðkaup í vændum. Hann hafi svo rætt við Harry í síma og þar hafi prinsinn beðið um hans „blessun“ fyrir því að giftast Meghan. Sagðist hann hafa svarað: „Þú ert herramaður, lofaðu að vera góður við dóttur mína og þú færð mitt samþykki.“Thomas segir að Meghan hafi grátið þegar hann sagðist ekki komast í brúðkaupið.Vísir/GettyKlökknaði við að ræða myndirnar Rétt fyrir brúðkaupið kom upp ljósmyndahneyksli í kringum Thomas sem þótti varpa skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. „Ég ætlaði að bæta ímynd mína en augljóslega fór það allt til fjandans og mér líður illa yfir því.“ Í viðtalinu viðurkenndi Thomas að myndirnar hefðu verið „mistök.“ Hann hafi beðið bæði Harry og Meghan afsökunar á myndunum og tók það fram að þau hefðu fyrirgefið sér. „Það er erfitt að taka þetta til baka.“ Thomas varð klökkur við að ræða þetta en sagðist nú vera að venjast fjölmiðlaathyglinni. Harry og Meghan ráðlögðu honum að fara varlega og „tala ekki við fjölmiðla“ í aðdraganda brúðkaupsins en vildu ennþá hafa hann með á stóra daginn. „Harry sagði mér að vinur hans úr hernum myndi hugsa um mig meðan ég væri þar. Þetta var allt skipulagt og þetta var allt í góðu lagi.“Aldrei hitt Harry Thomas segir að það hafi verið mikil leynd í kringum brúðkaupsundirbúninginn, líka varðandi fötin og skóna sem faðir brúðarinnar átti að klæðast. „Ég átti að fara í mátanir í Los Angeles, í Beverly Hills, undir öðru nafni.“ Í viðtalinu kom í ljós að Thomas hefur aldrei hitt tengdason sinn í eigin persónu og aðeins talað við hann í síma. Thomas hefur verið búsettur í Mexíkó undanfarin sex ár. Hann átti að fylgja dóttur sinni upp að altarinu en þar sem hann þurfti að fara í hjartaaðgerð þremur dögum fyrir brúðkaupið, gekk það ekki upp. „Þau voru vonsvikin,“ sagði Thomas um viðbrögð brúðhjónanna við að heyra að hann kæmist ekki í brúðkaupið þeirra. „Meghan grét.“ Hann sagðist hafa beðið þau að hafa ekki áhyggjur af sér, heldur ættu þau að hugsa um brúðkaupið og brúðkaupsferðina. „Þau sögðu að það væri mikilvægast að ég næði bata.“Harry og Meghan.Vísir/GettyNeðanmálsgrein í brúðkaupi dóttur sinnar Þess í stað gekk Meghan ein hálfa leið inn kirkjugólfið og svo fylgdi Karl bretaprins henni síðasta spölinn. Thomas segir að það hafi verið heiður og að hann væri honum þakklátur en sagðist þó aldrei hafa talað við hann. „Ég get ekki hugsað mér neinn betri í minn stað en Karl prins. Hann var mjög myndarlegur og dóttir mín var falleg með honum.“ Hann viðurkenndi þó að hafa verið öfundsjúkur, enda ætlaði hann sér að vera á staðnum. Sagðist hann hafa horft á brúðkaupið, grátið og verið „mjög stoltur“ af dóttur sinni en á sama tíma svekktur. „Það er óheppilegt að ég sé nú aðeins neðanmálsgrein í einu af stærstu augnablikum sögunnar í stað þess að vera faðirinn sem fylgdi henni upp að altarinu.“ Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37 Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening. 31. maí 2018 15:03 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Thomas Markle, faðir Meghan Markle, var í einkaviðali í IVT þættinum Good Morning Britain í dag um dóttur sína, samband sitt við Harry prins og að missa af konunglega brúðkaupinu. Í viðalinu talaði hann einstaklega fallega um dóttur sína. „Ég er mjög stoltur af henni,“ sagði Thomas um Meghan. Hann sagði einnig að hún hafi verið prinsessan sín frá því hún fæddist.Þurfti að kalla hann „H“ „Pabbi ég er kominn með nýjan kærasta,“ var það fyrsta sem Thomas heyrði frá dóttur sinni um Harry. Í næsta símtali sagði hún að hann væri breskur en í því þriðja sagði hún „Hann er prins.“ Thomas sagði í viðtalinu að Meghan hafi þá sagt að þetta væri Harry en að þau þyrftu að tala um hann sem „H“ svo enginn kæmist að þessu, enda var samband þeirra ekki komið í fjölmiðla á þessum tímapunkti. Thomas sagði í viðtalinu að það hafi verið Meghan sem sagði honum fyrst frá því að það væri konunglegt brúðkaup í vændum. Hann hafi svo rætt við Harry í síma og þar hafi prinsinn beðið um hans „blessun“ fyrir því að giftast Meghan. Sagðist hann hafa svarað: „Þú ert herramaður, lofaðu að vera góður við dóttur mína og þú færð mitt samþykki.“Thomas segir að Meghan hafi grátið þegar hann sagðist ekki komast í brúðkaupið.Vísir/GettyKlökknaði við að ræða myndirnar Rétt fyrir brúðkaupið kom upp ljósmyndahneyksli í kringum Thomas sem þótti varpa skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. „Ég ætlaði að bæta ímynd mína en augljóslega fór það allt til fjandans og mér líður illa yfir því.“ Í viðtalinu viðurkenndi Thomas að myndirnar hefðu verið „mistök.“ Hann hafi beðið bæði Harry og Meghan afsökunar á myndunum og tók það fram að þau hefðu fyrirgefið sér. „Það er erfitt að taka þetta til baka.“ Thomas varð klökkur við að ræða þetta en sagðist nú vera að venjast fjölmiðlaathyglinni. Harry og Meghan ráðlögðu honum að fara varlega og „tala ekki við fjölmiðla“ í aðdraganda brúðkaupsins en vildu ennþá hafa hann með á stóra daginn. „Harry sagði mér að vinur hans úr hernum myndi hugsa um mig meðan ég væri þar. Þetta var allt skipulagt og þetta var allt í góðu lagi.“Aldrei hitt Harry Thomas segir að það hafi verið mikil leynd í kringum brúðkaupsundirbúninginn, líka varðandi fötin og skóna sem faðir brúðarinnar átti að klæðast. „Ég átti að fara í mátanir í Los Angeles, í Beverly Hills, undir öðru nafni.“ Í viðtalinu kom í ljós að Thomas hefur aldrei hitt tengdason sinn í eigin persónu og aðeins talað við hann í síma. Thomas hefur verið búsettur í Mexíkó undanfarin sex ár. Hann átti að fylgja dóttur sinni upp að altarinu en þar sem hann þurfti að fara í hjartaaðgerð þremur dögum fyrir brúðkaupið, gekk það ekki upp. „Þau voru vonsvikin,“ sagði Thomas um viðbrögð brúðhjónanna við að heyra að hann kæmist ekki í brúðkaupið þeirra. „Meghan grét.“ Hann sagðist hafa beðið þau að hafa ekki áhyggjur af sér, heldur ættu þau að hugsa um brúðkaupið og brúðkaupsferðina. „Þau sögðu að það væri mikilvægast að ég næði bata.“Harry og Meghan.Vísir/GettyNeðanmálsgrein í brúðkaupi dóttur sinnar Þess í stað gekk Meghan ein hálfa leið inn kirkjugólfið og svo fylgdi Karl bretaprins henni síðasta spölinn. Thomas segir að það hafi verið heiður og að hann væri honum þakklátur en sagðist þó aldrei hafa talað við hann. „Ég get ekki hugsað mér neinn betri í minn stað en Karl prins. Hann var mjög myndarlegur og dóttir mín var falleg með honum.“ Hann viðurkenndi þó að hafa verið öfundsjúkur, enda ætlaði hann sér að vera á staðnum. Sagðist hann hafa horft á brúðkaupið, grátið og verið „mjög stoltur“ af dóttur sinni en á sama tíma svekktur. „Það er óheppilegt að ég sé nú aðeins neðanmálsgrein í einu af stærstu augnablikum sögunnar í stað þess að vera faðirinn sem fylgdi henni upp að altarinu.“
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37 Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening. 31. maí 2018 15:03 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Meghan Markle tjáir sig um föður sinn Í stuttri yfirlýsingu staðfestir Meghan að faðir hennar komist ekki í brúðkaupið á laugardaginn. 17. maí 2018 10:37
Faðir Meghan segist aldrei hafa beðið dóttur sína um pening Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar af Sussex, Meghan Markle, kveðst aldrei hafa beðið dóttur sína um pening þar sem hann sé sparsamur og þurfi ekki aukapening. 31. maí 2018 15:03
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 23:30