Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 21:30 Bjarni lætur ÍBV áfram heyra það. vísir/anton Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. „Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.” Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“ „Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.” „Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér. „Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“ Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag. „Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim. ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta. „Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. „Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.” Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“ „Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.” „Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér. „Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“ Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag. „Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim. ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta. „Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15