Elías Már: Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 22:38 Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka Vísir/Getty Valur vann 22-20 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er alveg ánægður með stelpurnar, mér fannst við vera að spila vel, frábær vörn og markvarslan var góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er margt gott sem við tökum með okkur eftir þennann leik og það er alveg á hreinu að við ætlum að borga fyrir þetta á föstudaginn.“ „Við vorum rúmar 20 mínútur einum færri í seinni hálfleiknum, mér fannst halla verulega á okkur í kvöld. Það er bara mjög erfitt að vinna jafn sterkt lið og Val þegar þú ert einum færri nánast heilan hálfleik.“ sagði Elías Már en hann var ekki sáttur við dómgæslu leiksins. „Við fengum tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks, annað þeirra var algjör þvæla og hitt var bara brot sem var búið að viðgangast allan leikinn. Við erum þá orðnar tveimur undir og svo missum við líka Bertu Rut útaf fyrir alveg glórulaust brot, hún er lykilmaður hjá okkur, þetta var bara mikið á stuttum tíma. Við hefðum kannski getað unnið betur úr þessu en það er bara eitthvað sem ég þarf að kíkja betur á“ Elías Már var allt annað en sáttur við Gerði Arinbjarnar eftir brot hennar á Bertu Rut Harðardóttur. Gerður var of sein í boltann sem endaði með harkalegu samstuði. Brotið leit ekki vel út en Elías vissi ekki hvernig staðan á Bertu væri „Þetta var algjörlega fáranlegt, tveggja fóta tækling útá miðjum velli. Ef hún fær ekki tvo - þrjá leiki í bann fyrir þetta þá væri það fáranlegt. Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður, þetta var mjög ljótt“ „Vonandi er í lagi með hana, en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri frá út tímabilið miðað við fyrstu viðbrögð“ sagði Elías að lokum um stöðuna á Bertu Rut. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Valur vann 22-20 sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, að leik loknum á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er alveg ánægður með stelpurnar, mér fannst við vera að spila vel, frábær vörn og markvarslan var góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er margt gott sem við tökum með okkur eftir þennann leik og það er alveg á hreinu að við ætlum að borga fyrir þetta á föstudaginn.“ „Við vorum rúmar 20 mínútur einum færri í seinni hálfleiknum, mér fannst halla verulega á okkur í kvöld. Það er bara mjög erfitt að vinna jafn sterkt lið og Val þegar þú ert einum færri nánast heilan hálfleik.“ sagði Elías Már en hann var ekki sáttur við dómgæslu leiksins. „Við fengum tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks, annað þeirra var algjör þvæla og hitt var bara brot sem var búið að viðgangast allan leikinn. Við erum þá orðnar tveimur undir og svo missum við líka Bertu Rut útaf fyrir alveg glórulaust brot, hún er lykilmaður hjá okkur, þetta var bara mikið á stuttum tíma. Við hefðum kannski getað unnið betur úr þessu en það er bara eitthvað sem ég þarf að kíkja betur á“ Elías Már var allt annað en sáttur við Gerði Arinbjarnar eftir brot hennar á Bertu Rut Harðardóttur. Gerður var of sein í boltann sem endaði með harkalegu samstuði. Brotið leit ekki vel út en Elías vissi ekki hvernig staðan á Bertu væri „Þetta var algjörlega fáranlegt, tveggja fóta tækling útá miðjum velli. Ef hún fær ekki tvo - þrjá leiki í bann fyrir þetta þá væri það fáranlegt. Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður, þetta var mjög ljótt“ „Vonandi er í lagi með hana, en það kæmi mér ekki á óvart ef hún væri frá út tímabilið miðað við fyrstu viðbrögð“ sagði Elías að lokum um stöðuna á Bertu Rut.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum. 4. apríl 2018 21:33