Kjalarnes í forgang – 10 góðar ástæður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs varð til sterk bylgja í samfélaginu, einkum meðal þeirra sem aka Kjalarnesið reglulega, íbúa á Kjalarnesi og þeirra sem eiga ættingja, vini eða vinnufélaga, sem þurfa jafnvel daglega að aka þennan háskalega veg. Bylgjan hafði kraumað undir yfirborðinu lengi vel, en síðan varð skýr vendipunktur og hún braust fram af fullum krafti. Krafan er nú sú, að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði settur efstur á framkvæmdalista Vegagerðarinnar. Að viðgerðir fari fram strax og að vinna við tvöföldun vegarins verði sett í gang umsvifalaust. Að framkvæmdum verði hraðað og ljúki sem allra fyrst. Þessi skýlausa krafa er sett fram af sveitarfélögunum norðan Hvalfjarðarganga, af fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga og síðast en ekki síst af almennum borgurum, þúsundum vegfarenda. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lýst yfir stuðningi við þessa kröfu. En hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir því að Kjalarnes á að fara í forgang?1. Vegurinn um Kjalarnes er stórhættulegur. Hann er mjór, einbreiður, óupplýstur og handónýtur, sérstaklega vegna djúpra hjólfara, sem hafa mælst langt yfir útgefnum öryggismörkum.2. Slys og óhöpp eru algeng á Kjalarnesi. Kjalarnes er ein mesta slysagildra á landinu.3. Vegurinn um Kjalarnes er þriðji fjölfarnasti vegur landsins. Um hann aka sem stendur að meðaltali 8.000 bifreiðar á dag. Reikna má með að a.m.k. 70% allra þungaflutninga út á landsbyggðina fari um Kjalarnes, með tilheyrandi sliti á veginum. Heildarumferð um veginn hefur aukist um 30% á síðustu fimm árum.4. Vegurinn um Kjalarnes er eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð.5. Vegurinn um Kjalarnes hefur setið eftir svo áratugum skiptir, hvað varðar eðlilegt viðhald og nauðsynlega aðlögun að stóraukinni umferð.6. Út frá veginum eru hátt í 50 afleggjarar, fæstir þeirra með aðrein. Það eitt og sér skapar mikla hættu á slysum og óhöppum.7. Veðurfar á Kjalarnesi er vindasamt og byljótt. Þar mælast langoftast af stofnæðunum vindhviður yfir 35m á sekúndu. Við slíkar aðstæður er gott veggrip lykilatriði.8. Hvalfjarðargöng stækkuðu atvinnu- og skólasvæðið á Suðvesturhorninu og því margir úr sveitarfélögunum norðan ganga, sem sækja vinnu og skóla til Reykjavíkur. Fyrir þetta fólk þýðir ömurlegt ástand vegarins margra klukkutíma streitu í hverri viku.9. Nú er svo komið að fólk er almennt orðið hrætt við að aka veginn um Kjalarnes og upplifir hann stórhættulegan og mjög óöruggan.10. Vegamálastjóri sagði í sjónvarpsviðtali í janúar 2018, um banaslys sem varð á veginum í byrjun árs, að það væri vissulega hörmulegur atburður, en ekki mjög óvæntur. Ætlum við í alvöru að bíða eftir fleiri slysum? Sumar þessar ástæður einar og sér kalla á tafarlausar endurbætur á veginum, saman hljóta þær að teljast knýjandi ástæða til að tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verði sett í fullan gang og verkið klárað sem allra fyrst.Höfundur er forsvarsmaður þrýstihópsins Til öryggis á Kjalarnesi.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun