Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann og Sigurður Kári Harðarson skrifa 21. maí 2025 09:01 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar