Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar 21. maí 2025 10:01 Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hinsegin Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar