Svæfingalæknir í jarðarför svo Karen var vakandi í aðgerðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2017 16:30 Karen Knútsdóttir með eldhressum vinnufélögum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðskona Karen Knútsdóttir, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í sigurleik Fram gegn Stjörnunni, mætti til vinnu í bílaumboðið Öskju í morgun. „Ég nenni ekki að vera heima, þótt ég megi vera heima. Það er skemmtilegra að vera á meðal fólks,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen birti myndband af aðgerðinni á hásin sinni á Instagram. Eflaust finnst einhverjum óþægilegt að horfa á það enda hefur Instagram sett varnagla á birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan. Karen segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hún sleit hásin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.Íslenska landsliðið og Fram mun sakna krafta leikstjórnandans næstu fimm mánuðina.Vísir/Vilhelm„Ég hitti sérfræðing á föstudagsmorgun og hann sagði að ég gæti komið í aðgerð samdægurs,“ segir Karen. Það eina var að hún yrði að vera vakandi í aðgerðinni þar sem svæfingalæknir væri ekki laus. „Svæfingalæknirinn var í jarðarför,“ segir Karen sem var staðdeyfð. Þannig segist hún ekki hafa fundið fyrir sársauka en þó fundið fyrir því að krukkað væri í fótinn og hásinin toguð til. Hjúkrunarfræðingurinn tók upp myndband fyrir Karen, sem hún svo birti vinum og vandamönnum á Instagram. „Mig langaði ekki að sjá þetta á meðan ég var í aðgerð,“ segir Karen. Hún skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé grjóthörð, hafi jafnvel ekki fellt tár síðan í leikskóla. „Nei nei, ég fer oft að gráta. Þetta var bara einhvern veginn ekki vont. Það er meira „creepy“ að vera svæfð,“ segir Karen sem hefur verið heppin með meiðsli hingað til á ferlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengst undir aðgerð vegna meiðsla. Karen segir aðgerðina hafa gengið vel og sömuleiðis að sauma. Hún verður í gifsi út næstu viku en þá verður það fjarlægt. Hún reiknar með því að vera á hliðarlínunni í um fimm mánuði en ætlar svo að mæta til leiks í síðari hluta Olísdeildarinnar en Fram er einmitt spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ballið byrjar á morgun þegar Fram tekur á móti Gróttu. Karen ætlar að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum stelpum, á hækjunum.Rétt er að minna á að Seinni bylgjan verður með upphitunarþátt sinn fyrir Olísdeild kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21. Þátturinn er í opinni dagskrá og verður sömuleiðis sýndur hér á Vísi. Hásinin komin í lag og allir ferskir A post shared by Karen Knútsdóttir (@karenknuts) on Sep 8, 2017 at 1:51pm PDT Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Landsliðskona Karen Knútsdóttir, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í sigurleik Fram gegn Stjörnunni, mætti til vinnu í bílaumboðið Öskju í morgun. „Ég nenni ekki að vera heima, þótt ég megi vera heima. Það er skemmtilegra að vera á meðal fólks,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen birti myndband af aðgerðinni á hásin sinni á Instagram. Eflaust finnst einhverjum óþægilegt að horfa á það enda hefur Instagram sett varnagla á birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan. Karen segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hún sleit hásin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.Íslenska landsliðið og Fram mun sakna krafta leikstjórnandans næstu fimm mánuðina.Vísir/Vilhelm„Ég hitti sérfræðing á föstudagsmorgun og hann sagði að ég gæti komið í aðgerð samdægurs,“ segir Karen. Það eina var að hún yrði að vera vakandi í aðgerðinni þar sem svæfingalæknir væri ekki laus. „Svæfingalæknirinn var í jarðarför,“ segir Karen sem var staðdeyfð. Þannig segist hún ekki hafa fundið fyrir sársauka en þó fundið fyrir því að krukkað væri í fótinn og hásinin toguð til. Hjúkrunarfræðingurinn tók upp myndband fyrir Karen, sem hún svo birti vinum og vandamönnum á Instagram. „Mig langaði ekki að sjá þetta á meðan ég var í aðgerð,“ segir Karen. Hún skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé grjóthörð, hafi jafnvel ekki fellt tár síðan í leikskóla. „Nei nei, ég fer oft að gráta. Þetta var bara einhvern veginn ekki vont. Það er meira „creepy“ að vera svæfð,“ segir Karen sem hefur verið heppin með meiðsli hingað til á ferlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengst undir aðgerð vegna meiðsla. Karen segir aðgerðina hafa gengið vel og sömuleiðis að sauma. Hún verður í gifsi út næstu viku en þá verður það fjarlægt. Hún reiknar með því að vera á hliðarlínunni í um fimm mánuði en ætlar svo að mæta til leiks í síðari hluta Olísdeildarinnar en Fram er einmitt spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ballið byrjar á morgun þegar Fram tekur á móti Gróttu. Karen ætlar að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum stelpum, á hækjunum.Rétt er að minna á að Seinni bylgjan verður með upphitunarþátt sinn fyrir Olísdeild kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21. Þátturinn er í opinni dagskrá og verður sömuleiðis sýndur hér á Vísi. Hásinin komin í lag og allir ferskir A post shared by Karen Knútsdóttir (@karenknuts) on Sep 8, 2017 at 1:51pm PDT
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira