Óli Björn: „Við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna fasista“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 10:30 Myndin er samsett Vísir/Getty/Ernir/Daníel Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“ Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekki sæmandi þingmönnum að líkja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna við fasista líkt og gert var á þingi í gær. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata segir hins vegar að mikilvægt sé að nota rétt orð þegar þau eigi við. „Það finnst mér of langt gengið. Við getum verið ósammála öllu því sem hann segir og öllu því sem hann gerir. En við köllum ekki þjóðhöfðingja Bandaríkjanna, lýðræðislega kjörinn forseta, fasista,“ sagði Óli Björn sem var gestur í Morgunútvarpinu á RÚV í morgun.Þar ræddi hann stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum ásamt Ástu Guðrúnu Helgadóttir, þingflokksformanni Pírata. Sérstakar umræður um ástandið fóru fram á Alþingi í gær og þar sagði Ásta Guðrún, ásamt fleirum, meðal annars að Trump væri fasisti.Sjá einnig: „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“Tilskipanir Trump eru umdeildar, sérstaklega tilskipun hans um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Sagði Óli Björn að honum hugnaðist ekki þessi tilskipun og sagði að með umræðu um að fasísk öfl væru komin til valda í Bandaríkjunum væru menn komnir langt út fyrir raunveruleikann. „Við munum þá aldrei ná neinum árangri í umræðum um málefnið. Þá er verið að nálgast málefnið með fordómum. Það eru fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Bandaríkjunum fasísk,“ sagði Óli Björn.Alþjóðasamfélagið hætti meðvirkniÍ ræðu Ástu Guðrúnar á Alþingi í gær kom fram að mikilvægt væri að nota rétt orð þegar þau ættu við. Sagði hún að fasismi lýsti stjórnarháttum Donald Trump best. Svaraði hún Óla Birni í Morgunútvarpinu á sama hátt. „Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér, þetta er fasísk tilhneiging,“ sagði Ásta Guðrún. Sagði hún einnig að stundum þyrfti að tala hreint út og að mikilvægt væri að alþjóðasamfélagið myndi hætta meðvirkni sinni í garð Trump. „Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt.“
Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00