Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 16:45 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum Lögreglumál Netglæpir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum
Lögreglumál Netglæpir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira