Fastir liðir eins og venjulega í úrslitakeppni kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 06:30 Úrvalslið Olís-deildar kvenna. Á myndina vantar Ramune Pekarskyte, leikmann Hauka. vísir/ernir Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Sjá meira
Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Sjá meira
Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22