Klopp: Síðustu vikur hafa gefið okkur mikið sjálfstraust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 08:30 Jürgen Klopp á blaðamannfundinum í gær. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki ætla að spila upp á markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti Borussia Dortmund í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 í 1-1 jafnteflinu í fyrri leiknum út í Þýskalandi og því nægir markalaust jafntefli Liverpool til að komast í undanúrslitin. Seinni leikurinn fer fram í kvöld á Anfield í Liverpool og hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. „Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrri leiknum í síðustu viku og sömu sögu má segja af Dortmund. Þeir eru samt búnir að eiga frábært tímabil. Það er ekki nóg að verjast bara á móti Dortmund því það verður að vera jafnvægi á milli sóknar og varnar," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við verðum að gleyma leiknum í síðustu viku og koma inn í þennan leik með annað hugarfar. Það verður svo sannarlega enginn hvítur fáni á lofti hjá okkur," sagði Klopp. „Ég held að það sé engin sérstök pressa á okkur í þessum leik. Við fáum nú frábært tækifæri til að komast í undanúrslit og að vinna titil sem gerist ekki á hverjum degi," sagði Klopp. „Síðustu vikur hafa gefið okkur aukið sjálftraust. Það var aðeins í seinni hálfleiknum á móti Southampton (fengu á sig þrjú mörk og töpuðu 3-2) sem liðið tók skref í ranga átt," sagði Klopp. „Við erum tilbúnari í þetta en við vorum fyrir nokkrum mánuðum. Við erum að vaxa sem hópur, það er meiri trú og engin er í vafa um það sem við ætlum að gera inn á vellinum," sagði Klopp. „Það skiptir samt engu máli hvað ég segi hér því það hefur engin áhrif á útkomuna í leiknum," sagði Klopp. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið sitt ekki ætla að spila upp á markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti Borussia Dortmund í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 í 1-1 jafnteflinu í fyrri leiknum út í Þýskalandi og því nægir markalaust jafntefli Liverpool til að komast í undanúrslitin. Seinni leikurinn fer fram í kvöld á Anfield í Liverpool og hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. „Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrri leiknum í síðustu viku og sömu sögu má segja af Dortmund. Þeir eru samt búnir að eiga frábært tímabil. Það er ekki nóg að verjast bara á móti Dortmund því það verður að vera jafnvægi á milli sóknar og varnar," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við verðum að gleyma leiknum í síðustu viku og koma inn í þennan leik með annað hugarfar. Það verður svo sannarlega enginn hvítur fáni á lofti hjá okkur," sagði Klopp. „Ég held að það sé engin sérstök pressa á okkur í þessum leik. Við fáum nú frábært tækifæri til að komast í undanúrslit og að vinna titil sem gerist ekki á hverjum degi," sagði Klopp. „Síðustu vikur hafa gefið okkur aukið sjálftraust. Það var aðeins í seinni hálfleiknum á móti Southampton (fengu á sig þrjú mörk og töpuðu 3-2) sem liðið tók skref í ranga átt," sagði Klopp. „Við erum tilbúnari í þetta en við vorum fyrir nokkrum mánuðum. Við erum að vaxa sem hópur, það er meiri trú og engin er í vafa um það sem við ætlum að gera inn á vellinum," sagði Klopp. „Það skiptir samt engu máli hvað ég segi hér því það hefur engin áhrif á útkomuna í leiknum," sagði Klopp.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira