Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 22-26 | Gróttukonur síðastar í Höllina Kristinn Páll Teitsson á Selfossi skrifar 10. febrúar 2016 21:30 Unnur Ómarsdóttir var frábær í liði Gróttu í kvöld. vísir/vilhelm Grótta vann fjögurra marka sigur á Selfoss, 26-22, í lokaleik 8-liða úrslitanna í bikarkeppni kvenna í dag en Gróttuliðið náði að sigla framúr og tryggja sér sigurinn á lokasprettinum eftir mikla spennu í seinni hálfleik. Selfoss byrjaði leikinn af krafti og leiddi fyrstu mínútur leiksins en frábær kafli Gróttuliðsins gerði það að verkum að þær tóku fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Selfosskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna metin en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem Grótta sigldi fram úr á ný og tryggði sigurinn. Var um lokaleik 8-liða úrslita kvenna að ræða en í gær tókst Stjörnunni, Haukum og Fylki að bóka sæti sitt í undanúrslitunum sem fara fram í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi. Áttu eflaust einhverjir von á því að geysisterkt lið Gróttu myndi keyra yfir Selfoss en Gróttukonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Vann Grótta fyrri leik liðanna á þessu tímabili nokkuð sannfærandi á Selfossi en þessi lið mætast á ný í Olís-deildinni á laugardaginn. Selfosskonur byrjuðu leikinn hinsvegar af krafti og voru skrefinu á undan fyrstu mínútur leiksins. Tókst gestunum af Seltjarnarnesi illa að stöðva sóknarleik Selfoss en Selfoss leiddi 5-3 eftir sjö mínútna leik. Þá setti Gróttuvörnin einfaldlega í lás og Íris Björk Símonardóttir í markinu varði alla þá bolta sem rötuðu á markið næstu 18. mínúturnar. Sóknarleikur Selfoss-liðsins var einfaldlega í molum og tapaði liðið sennilega hátt í fimmtán boltum á þessum tíma. Á sama tíma fór sóknarleikur Gróttu að ganga betur en Gróttukonur voru einfaldlega klaufar að ná ekki meira en sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Selfosskonum tókst að minnka muninn aftur niður í fimm mörk undir lok fyrri hálfleiks og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 8-13 fyrir Gróttu. Það átti eftir að kosta þær í upphafi seinni hálfleiks þegar Selfyssingar áttu frábæran sprett og náðu að jafna metin. Sóknarleikur liðsins var allt annar, gekk eins og smurð vél og smátt og smátt söxuðu þær á forskot Gróttu þar til þær jöfnuðu á 10. mínútu seinni hálfleiks. Næstu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Gróttukonur leiddu í leiknum en liðin skiptust á mörkum og varð munurinn aldrei meiri en eitt mark fyrr en á lokamínútum leiksins. Gróttukonur settu þá aftur í lás í varnarleiknum og náðu fjögurra marka forskoti sem þær héldu allt til loka leiksins. Lauk leiknum með 26-22 sigri Gróttu en Seltirningar tryggðu sér með því sæti í undanúrslitum bikarsins. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði Selfoss með 10 mörk, þar af sex úr vítaskotum en í liði Gróttu var Unnur Ómarsdóttir markahæst með sjö mörk. Íris Björk: Gerðum okkur full erfitt fyrir „Þetta var í raun alveg eins og við bjuggumst við. Að mæta Selfoss á heimavelli þeirra er uppskrift að háspennuleik,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, fegin að leikslokum. Gróttukonur áttu frábæran kafla í fyrri hálfleik þar sem þær einfaldlega lokuðu markinu í átján mínútur og náðu fimm marka forskoti eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Við mættum af krafti en svo datt allur kraftur úr okkur um tíma. Sem betur fer náðum við að rífa okkur upp og í bikarnum snýst þetta bara um að ná að vinna leikina, sama hvernig þú ferð að því. Við gerðum okkur full erfitt fyrir að mínu mati.“ Íris viðurkenndi að það hefði verið frábært að spila fyrir aftan vörnina þessar átján mínútur í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var algjörlega frábær og ég held að það séu fá lið sem eigi möguleika gegn okkur þegar við náum varnarleiknum okkar í gang. Við þurfum að spila hann af fullum krafti og það sást bersýnilega í dag að þegar við slökum á munu lið refsa okkur.“ Íris hrósaði liði Selfoss fyrir baráttuna í dag. „Þær eru með lið sem maður getur aldrei slakað á klónni gegn. Við höfum mætt þeim og náð tíu marka forskoti en þær komast alltaf aftur inn í leikina. Ég fékk í magann þegar Anna fór útaf en við þéttum bara varnarleikinn við það og náðum upp sama krafti í vörninni.“ Íris segir það aldrei þreytast að keppa í Laugardalshöllinni. „Ég held bara ekki, það er í raun ekki hægt en fyrst er leikur gegn Selfoss á laugardaginn og miðað við stemminguna hérna í kvöld get ég ekki beðið eftir þeim leik.“ Hrafnhildur: Vorum óskynsamar í sóknarleiknum„Þetta var mjög svekkjandi. Við mættum í dag til þess að sigra og vorum tilbúnar en við náðum ekki að hafa þetta,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Selfossliðsins, svekkt eftir leikinn. „Við mættum tilbúnar í slaginn og stóðum okkur vel en það voru smáatriði sem gerðu útslagið hérna í kvöld sem féllu ekki með okkur.“ Hrafnhildur kunni ekki skýringu á slakri spilamennsku Selfyssinga um tíma í fyrri hálfleik þar sem liðið tapaði boltanum í sókninni trekk í trekk. „Við ætluðum að mæta alveg brjálaðar í leikinn en það komu kaflar, sérstaklega í fyrri hálfleik sem gerðu það að verkum að þetta endaði svona í dag. Við vorum of ragar og óskynsamar í sóknarleiknum og fengum hraðaupphlaup í bakið úr því.“ Hrafnhildur tók marga jákvæða punkta úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Við þurfum að læra af mistökum okkar, maður þarf að vera skynsamur í 60. mínútur til þess að eiga möguleika gegn jafn góðu liði og Gróttu. Núna leggjum við þetta að baki og mætum brjálaðar til leiks á laugardaginn.“ Unnur: Frábært að spila í þessari stemmingu„Þetta var hrikalega skemmtilegt. Góð barátta og góð stemming, algjörlega frábært,“ sagði Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, kát að leikslokum eftir leikinn í kvöld. „Það var mjög vel gert hjá þeim að koma til baka og ná að gera þetta að spennandi leik. Þetta var erfitt á tímabili en okkur tókst að hafa þetta undir lokin.“ Unnur tók undir að varnarleikur liðsins hefði verið afar kaflaskiptur. „Í seinni hálfleik var vörnin var ekki nægilega góð og þær voru að skora að vild en okkur tókst sem betur fer alltaf að svara. Í fyrri hálfleik var vörnin að ganga vel og upp úr því fengum við auðveld mörk í hraðaupphlaupum.“ Unnur hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að hafa klárað verkið þrátt fyrir að hafa misst einn besta varnarmann liðsins, Önnu Úrsúlu af velli. „Við sýndum mikinn karakter með því að klára þetta, sérstaklega eftir að við misstum Önnu af velli sem er leiðtogi í vörninni okkar. Hún bindur þetta saman og stjórnar liðinu og það var erfitt að sjá á eftir henni en okkur tókst að klára þetta.“ Unnur hrósaði áhorfendum kvöldsins en mikil stemming var á Selfossi. „Maður upplifði þetta eigilega eins og við værum komnar í Laugardalshöllina. Áhorfendurnir voru frábærir í kvöld og vonandi verður þetta eins í undanúrslitunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Grótta vann fjögurra marka sigur á Selfoss, 26-22, í lokaleik 8-liða úrslitanna í bikarkeppni kvenna í dag en Gróttuliðið náði að sigla framúr og tryggja sér sigurinn á lokasprettinum eftir mikla spennu í seinni hálfleik. Selfoss byrjaði leikinn af krafti og leiddi fyrstu mínútur leiksins en frábær kafli Gróttuliðsins gerði það að verkum að þær tóku fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Selfosskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna metin en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem Grótta sigldi fram úr á ný og tryggði sigurinn. Var um lokaleik 8-liða úrslita kvenna að ræða en í gær tókst Stjörnunni, Haukum og Fylki að bóka sæti sitt í undanúrslitunum sem fara fram í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi. Áttu eflaust einhverjir von á því að geysisterkt lið Gróttu myndi keyra yfir Selfoss en Gróttukonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Vann Grótta fyrri leik liðanna á þessu tímabili nokkuð sannfærandi á Selfossi en þessi lið mætast á ný í Olís-deildinni á laugardaginn. Selfosskonur byrjuðu leikinn hinsvegar af krafti og voru skrefinu á undan fyrstu mínútur leiksins. Tókst gestunum af Seltjarnarnesi illa að stöðva sóknarleik Selfoss en Selfoss leiddi 5-3 eftir sjö mínútna leik. Þá setti Gróttuvörnin einfaldlega í lás og Íris Björk Símonardóttir í markinu varði alla þá bolta sem rötuðu á markið næstu 18. mínúturnar. Sóknarleikur Selfoss-liðsins var einfaldlega í molum og tapaði liðið sennilega hátt í fimmtán boltum á þessum tíma. Á sama tíma fór sóknarleikur Gróttu að ganga betur en Gróttukonur voru einfaldlega klaufar að ná ekki meira en sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Selfosskonum tókst að minnka muninn aftur niður í fimm mörk undir lok fyrri hálfleiks og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 8-13 fyrir Gróttu. Það átti eftir að kosta þær í upphafi seinni hálfleiks þegar Selfyssingar áttu frábæran sprett og náðu að jafna metin. Sóknarleikur liðsins var allt annar, gekk eins og smurð vél og smátt og smátt söxuðu þær á forskot Gróttu þar til þær jöfnuðu á 10. mínútu seinni hálfleiks. Næstu fimmtán mínútur leiksins voru æsispennandi. Gróttukonur leiddu í leiknum en liðin skiptust á mörkum og varð munurinn aldrei meiri en eitt mark fyrr en á lokamínútum leiksins. Gróttukonur settu þá aftur í lás í varnarleiknum og náðu fjögurra marka forskoti sem þær héldu allt til loka leiksins. Lauk leiknum með 26-22 sigri Gróttu en Seltirningar tryggðu sér með því sæti í undanúrslitum bikarsins. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði Selfoss með 10 mörk, þar af sex úr vítaskotum en í liði Gróttu var Unnur Ómarsdóttir markahæst með sjö mörk. Íris Björk: Gerðum okkur full erfitt fyrir „Þetta var í raun alveg eins og við bjuggumst við. Að mæta Selfoss á heimavelli þeirra er uppskrift að háspennuleik,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, fegin að leikslokum. Gróttukonur áttu frábæran kafla í fyrri hálfleik þar sem þær einfaldlega lokuðu markinu í átján mínútur og náðu fimm marka forskoti eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Við mættum af krafti en svo datt allur kraftur úr okkur um tíma. Sem betur fer náðum við að rífa okkur upp og í bikarnum snýst þetta bara um að ná að vinna leikina, sama hvernig þú ferð að því. Við gerðum okkur full erfitt fyrir að mínu mati.“ Íris viðurkenndi að það hefði verið frábært að spila fyrir aftan vörnina þessar átján mínútur í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var algjörlega frábær og ég held að það séu fá lið sem eigi möguleika gegn okkur þegar við náum varnarleiknum okkar í gang. Við þurfum að spila hann af fullum krafti og það sást bersýnilega í dag að þegar við slökum á munu lið refsa okkur.“ Íris hrósaði liði Selfoss fyrir baráttuna í dag. „Þær eru með lið sem maður getur aldrei slakað á klónni gegn. Við höfum mætt þeim og náð tíu marka forskoti en þær komast alltaf aftur inn í leikina. Ég fékk í magann þegar Anna fór útaf en við þéttum bara varnarleikinn við það og náðum upp sama krafti í vörninni.“ Íris segir það aldrei þreytast að keppa í Laugardalshöllinni. „Ég held bara ekki, það er í raun ekki hægt en fyrst er leikur gegn Selfoss á laugardaginn og miðað við stemminguna hérna í kvöld get ég ekki beðið eftir þeim leik.“ Hrafnhildur: Vorum óskynsamar í sóknarleiknum„Þetta var mjög svekkjandi. Við mættum í dag til þess að sigra og vorum tilbúnar en við náðum ekki að hafa þetta,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Selfossliðsins, svekkt eftir leikinn. „Við mættum tilbúnar í slaginn og stóðum okkur vel en það voru smáatriði sem gerðu útslagið hérna í kvöld sem féllu ekki með okkur.“ Hrafnhildur kunni ekki skýringu á slakri spilamennsku Selfyssinga um tíma í fyrri hálfleik þar sem liðið tapaði boltanum í sókninni trekk í trekk. „Við ætluðum að mæta alveg brjálaðar í leikinn en það komu kaflar, sérstaklega í fyrri hálfleik sem gerðu það að verkum að þetta endaði svona í dag. Við vorum of ragar og óskynsamar í sóknarleiknum og fengum hraðaupphlaup í bakið úr því.“ Hrafnhildur tók marga jákvæða punkta úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Við þurfum að læra af mistökum okkar, maður þarf að vera skynsamur í 60. mínútur til þess að eiga möguleika gegn jafn góðu liði og Gróttu. Núna leggjum við þetta að baki og mætum brjálaðar til leiks á laugardaginn.“ Unnur: Frábært að spila í þessari stemmingu„Þetta var hrikalega skemmtilegt. Góð barátta og góð stemming, algjörlega frábært,“ sagði Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, kát að leikslokum eftir leikinn í kvöld. „Það var mjög vel gert hjá þeim að koma til baka og ná að gera þetta að spennandi leik. Þetta var erfitt á tímabili en okkur tókst að hafa þetta undir lokin.“ Unnur tók undir að varnarleikur liðsins hefði verið afar kaflaskiptur. „Í seinni hálfleik var vörnin var ekki nægilega góð og þær voru að skora að vild en okkur tókst sem betur fer alltaf að svara. Í fyrri hálfleik var vörnin að ganga vel og upp úr því fengum við auðveld mörk í hraðaupphlaupum.“ Unnur hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að hafa klárað verkið þrátt fyrir að hafa misst einn besta varnarmann liðsins, Önnu Úrsúlu af velli. „Við sýndum mikinn karakter með því að klára þetta, sérstaklega eftir að við misstum Önnu af velli sem er leiðtogi í vörninni okkar. Hún bindur þetta saman og stjórnar liðinu og það var erfitt að sjá á eftir henni en okkur tókst að klára þetta.“ Unnur hrósaði áhorfendum kvöldsins en mikil stemming var á Selfossi. „Maður upplifði þetta eigilega eins og við værum komnar í Laugardalshöllina. Áhorfendurnir voru frábærir í kvöld og vonandi verður þetta eins í undanúrslitunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira